Bæjarráð Fjallabyggðar

669. fundur 29. september 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Jafnlaunavottun - vinnsla

Málsnúmer 1910108Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Guðmundar Sigbergssonar fh. iCert, dags. 22.09.2020 þar sem fram kemur að Fjallabyggð hefur hlotið vottun á að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins uppfylli kröfur sem tilgreindar eru í staðlinum ÍST 85:2012.

Jafnréttisstofu hefur verið tilkynnt um vottunina.

2.Staða framkvæmda 2020

Málsnúmer 2007031Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda- og viðhalds ársins 2020.

Bæjarráð fagnar því hve vel framkvæmdum og viðhaldi miðar og leggur áherslu á að þeim framkvæmdum sem enn er ólokið ljúki fyrir árslok.

3.Brúin yfir Fjarðará í landi Þóroddsstaða og Kálfsár

Málsnúmer 2009022Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.09.2020 í samræmi við ákvörðun 667. fundar bæjarráðs, vegna erindis stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu göngubrúar yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða.

Bæjarráð hafnar allri aðkomu að uppbyggingu göngubrúar þar sem göngubrúin kemur til með að standa í eignarlandi Kálfsár og Þóroddsstaða. Endurbygging og allt viðhald er á höndum landeiganda. Göngubrúin er ekki á skipulagðri gönguleið skv. aðalskipulagi Fjallabyggðar.

4.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2009064Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT), dags. 25.09.2020 þar sem nefndin leggur til að gjaldskrá skólans hækki um 2,4% fyrir fjárhagsárið 2021.

Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá TÁT verði hækkuð um 2,4% fyrir fjárhagsárið 2021.

5.Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021

Málsnúmer 2009031Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 28.09.2020 þar sem fram kemur að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 6. október. Í umsókn er gerð krafa um viljayfirlýsingu sveitarfélags til þess að fara í verkefni sem sótt er um.

Bæjarráð samþykkir að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefnanna á Siglufirði og Ólafsfirði.

Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

6.Umsókn um stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga

Málsnúmer 1805013Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 258. fundi þar sem nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf.

Bæjarráð samþykkir að skipa vinnuhóp um framtíðarlausn athafnasvæðis Báss ehf. Vinnuhópinn skipa Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir og Helgi Jóhannsson.

7.Ljósleiðari við Hvanneyrarbraut

Málsnúmer 2009059Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 22.09.2020 þar sem fram kemur að Tengir hf. býður fasteignaeigendum við Hvanneyrarbraut 40-80 að tengjast ljósleiðaneti. Lagt er til að tengingu verði komið á fyrir Hvanneyrarbraut 42 og Hvanneyrarkrók 9. Áætlaður kostnaður er 288 þús.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna ljósleiðaratengingar við Hvanneyrarbraut 42 og Hvanneyrarkróks 9. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

8.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála

Málsnúmer 2008055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frá Félagsmálaráðuneytinu, stöðuskýrsla nr. 5 til ráðgefandi aðila frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 18. september sl.

9.Fundargerðir - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2020

Málsnúmer 2002043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 16. september sl.

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar Skólanefndar TÁT frá 25. september sl.

Fundi slitið - kl. 09:20.