-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.09.2020 þar sem lagt er til að launapotti, vegna veikinda og kjarasamningshækkunar, verði útdeilt samkvæmt framlagðri tillögu og bókaður í viðauka nr. 25/2020 við fjárhagsáætlun 2020. Áhrif útdeilingar launapotts á rekstrarniðurstöðu Fjallabyggðar hreyfir ekki við handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir útdeilingu launapotts og vísar í viðauka nr. 25/2020 við fjárhagsáætlun 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 16.09.2020, varðandi tekjuáætlun Jöfnunarsjóðs og mótvægisaðgerðir Fjallabyggðar. Þar er lagt til að sett verði í viðauka við fjárhagsáætlun 2020 tekjulækkun Jöfnunarsjóðs ásamt því að tekin verði út áætlun vegna arðgreiðslu Lánasjóðs sem ekki verður greidd út. Einnig verði gert ráð fyrir söluhagnaði íbúða sem Fjallabyggð hefur selt, að auki verði tekið út úr fjárhagsáætlun fjármuni þar sem gert var ráð fyrir móttöku gesta, risnu og gjafir og árshátíð starfsmanna sem ekki var haldin.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26/2020 við fjárhagsáætlun 2020, kr. 82.156.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 20. september 2020 er varðar tillögu að framtíðarfyrirkomulagi brunavarna í samræmi við afgreiðslu á 659. fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóri fór yfir minnisblaðið. Niðurstaða hans er að skynsamlegast sé að horfa fyrst til þess möguleika að sameina brunavarnir í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Mat bæjarstjóra er að með sameiningu geti náðst fram bætt þjónusta og öryggi fyrir sambærilega fjármuni og sveitarfélögin leggja nú til málaflokksins.
Bæjarstjóri leggur á það áherslu að hvort sem ákveðið verði að sameina slökkvilið sveitarfélaganna, auka samvinnu í málaflokknum eða reka sjálfstætt slökkvilið þá fari fram úttekt á stöðu brunavarna og í framhaldinu stefnumótun til lengri tíma. Við úttekt og stefnumótun þarf að horfa til lögbundinnar skyldu sveitarfélagsins sem og staðbundinna þátta svo sem og t.d. fjölda jarðganga í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð um mögulega sameiningu slökkviliða sveitarfélaganna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.09.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Siglufirði. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki seint á næsta ári. Um er að ræða opið útboð í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.
Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og felur deildarstjóra tæknideildar að bjóða verkið út.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til september 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í ágúst 16%. Áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall skráðra í minnkað starfshlutfall verði 14%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í ágúst var 5%, áætlun fyrir september gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 6%.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Andrasonar fh. Matvælastofnunar, dags. 14.09.2020 þar sem fram kemur að umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr sex í fimm. Er þetta gert í framhaldi af endurskoðun á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Áætlanir gera ráð fyrir að á næsta ári fækki umdæmum úr fimm í fjögur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram erindi Eyþórs Björnssonar, dags. 11.09.2020 er varðar boðun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldið verður dagana 9. og. 10 október nk. í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Einnig lögð fram dagskrá þingsins ásamt fylgigögnum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram til kynningar erindi A. Kristínar Jóhannsdóttur fh. Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) dags. 11.09.2020 þar sem athygli er vakin á fréttatilkynningu ársfundar HSN er varðar niðurstöður og framtíðaráform stofnunarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. verkfundar Eflu verkfræðistofu vegna verksins Bakkabyggð Ólafsfirði - gatnagerð og lagnir frá 11.09.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 16.06.2020 er varðar yfirlit yfir starf Flugklasans Air 66N frá 1. apríl - 15. sept. 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var 8. september sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22. september 2020
Lagðar fram til kynningar fundargerðir
115. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 17. september sl.
258. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 16. september sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 668. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum