Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020
Málsnúmer 2009006F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020
Hafnarstjóri lagði fram drög að auglýsingu vegna tímabundinnar ráðningar yfirhafnarvarðar og drög að starfslýsingu vegna starfsins.
Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög að auglýsingu og felur hafnarstjóra að auglýsa stöðuna, einnig samþykkir hafnarstjórn framlögð drög að starfslýsingu fyrir sitt leiti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020
Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn samantekt unna af skipulagsfulltrúa hvar helstu forsendur tilvonandi deiliskipulagsvinnu eru tilgreindar ásamt yfirliti yfir gildandi skipulög.
Hafnarstjórn þakkar samantektina og samþykkir að óska eftir því við skipulagsfulltrúa að haldinn verði vinnufundur hafnarstjórnar og skipulagsfulltrúa með það að markmiði að ramma inn sjónarmið stjórnarmanna vegna komandi skipulagsvinnu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020
Fyrir fundinn eru lagðar til kynningar helstu tölur um afla á nýliðnu fiskveiðiári og aðrar upplýsingar sem fram komu í tölvupósti Fiskistofu dags. 15.09 2020.
Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu nam rétt rúmlega einni milljón og sautján þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á fyrra ári rúm 1,1 milljón tonn. Samdráttur í heildarafla milli ára nam um 7,5%.
Bókun fundar
Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 115. fundur - 17. september 2020
Fram er lögð til kynningar fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Bókun fundar
Afgreiðsla 115. fundar hafnarstjórnar staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum