Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27. maí 2020
Málsnúmer 2005010F
Vakta málsnúmer
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27. maí 2020
Umræður um starfsemi og þjónustu eldri borgara í Fjallabyggð. Rætt um göngustíga og bekki, þörf á skjólvegg við bekkinn við Kleifarhorn og skjólvegg norðan við veröndina í Skálarhlíð. Einnig umræður um göngustíga í sveitarfélaginu og uppástunga um að byggja upp göngustíg að rústum Evanger verksmiðjunnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 4. fundar Öldungarráðs Fjallabyggðar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Öldungaráð Fjallabyggðar - 4. fundur - 27. maí 2020
Deildarstjóri kynnti fyrir ráðinu áform um eflingu félagsstarfs eldri borgara í Fjallabyggð á komandi sumri. Áhersla verður lögð á útivist og hreyfingu. Sótt verður um styrk til félagsmálaráðuneytisins sem hefur lofað fjármagni til sveitarfélaga sem, vegna Covid-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið sumarstarf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 4. fundar Öldungarráðs Fjallabyggðar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum