Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 25. maí 2020
Málsnúmer 2005008F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 25. maí 2020
Á 85. fundi fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi Sunnu Eirar Haraldsdóttur hjúkrunardeildarstjóra Hornbrekku og móður leikskólabarns er varðar sumarleyfi leikskólans. Erindinu var vísað til umsagnar leikskólastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Tekin fyrir umsögn áðurgreindra aðila. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að fyrir sumarið 2020 verði til reynslu gefin undanþága frá þeirri meginreglu að taka fjórðu sumarleyfisviku leikskólabarna síðustu viku fyrir sumarlokun eða fyrstu viku á eftir, en þó þannig að hún verði tekin innan tímarammans 1. júní 2020 - 31. ágúst 2020.
Varðandi að sumarlokun leikskólans sé ætíð á sama tíma árlega leggur nefndin til að gerð verði könnun á æskilegum lokunartíma leikskólans meðal foreldra leikskólabarna, starfsfólks leikskólans og forsvarsmanna stærstu fyrirtækja og stofnana í Fjallabyggð. Niðurstöður skulu liggja fyrir 1. október nk.
Bókun fundar
Til máls tók Nanna Árnadóttir.
Afgreiðsla 86. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 187. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum