-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Vegagerðarinnar vegna öryggismála í jarðgöngum á Tröllaskaga, í framhaldi af bréfi forstjóra vegagerðarinnar dags. 5. júlí 2019 (sent 30. september 2019).
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið áfram á forstjóra Vegagerðarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 20.04.2020 þar sem fram koma þau tilboð sem gerð voru í verkið "Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi" mánudaginn 20. apríl sl..
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. kr. 23.979.390
Sölvi Sölvason kr. 26.897.300
Kostnaðaráætlun var kr. 29.660.500
Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Smára ehf. í verkið Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lögð fram greinargerð Vegagerðarinnar vegna forathugunar á nýjum jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Greinargerðin er unnin í framhaldi af fjárveitingu Alþingis til rannsókna sem voru í samgönguáætlun vegna áranna 2017 og 2018. Rannsóknin var unnin á árunum 2018 og 2019 og lokið við framlagða greinargerð í mars 2020, eftir að bæjarstjóri hafði gengið eftir málinu. Í greinargerð Vegagerðarinnar er lagt til að ný göng liggi úr botni Hólsdals Siglufjarðarmegin að rótum Skælings á móts við Lambanes í Fljótum, lengd gangna er áætluð 5,2 km með vegskálum.
Bæjarráð fagnar framkominni greinargerð vegna forathugunar á jarðgöngum frá Siglufirði yfir í Fljót og leggur ríka áherslu á að áfram verði haldið rannsóknum og í framhaldinu hönnun þessa mikilvæga samgöngumannvirkis.
Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri við Vegagerðina og þingmenn kjördæmisins og vinna áfram að málinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 þar sem deildarstjóri og skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar óska eftir því við bæjarráð að breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar, sem bæjarráð samþykkti til reynslu í eitt ár fyrir skólaárið 2019-2020, verði gerðar til frambúðar þ.e. að í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verði teymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum.
Bæjarráð samþykkir að breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar verði til frambúðar og felur deildarstjóra og skólastjóra að auglýsa stöður tveggja deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lögð fram drög að þjónustusamningi Fjallabyggðar við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði árið 2020
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Á 648.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að endurskoða synjun á erindi um leigu á tækjum og tólum úr líkamsræktum sveitarfélagsins í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verða ekki opnaðar almenningi í bráð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 ásamt lista yfir handlóð og ketilbjöllur sem hægt væri að leigja út en fyrir liggur að nemendur unglingadeildar Grunnskóla Fjallabyggðar munu nýta aðstöðu, tæki og tól líkamsræktar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að leigja út handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði. Útleigu verði háttað með eftirfarandi hætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja.
- Lóð verða ekki leigð nema í 2-3 vikur til að byrja með og þau þurfi að vera komin í hús 20. maí, þar sem nú bendir flest til þess að líkamsræktarsalir opni í lok maí.
- Leiguverð pr. stykki verður 500 kr. fyrir vikuna. 2 handlóð eru þá leigð á 1000 kr. pr. viku.
- Deildarstjóra er falið að útbúa eyðublað, „leigusamning“ þar sem fram koma ákvæði um ábyrgð hvað varðar skemmdir eða annað tjón, t.d. ef lóð glatast. Leigjendur leggja fram númer greiðslukorts á samninginn til tryggingar fyrir tjóni.
- Greiðslufyrirkomulag, greitt verður eftir á með útsendum reikningum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 27.04.2020 þar sem fram kemur að laun barna, 13-16 ára, í vinnuskóla taka mið af kjarasamningi Einingar Iðju. Taka þarf ákvörðun um orlofsprósentu sem hingað til hefur verið 10,17% en samkvæmt nýjum kjarasamningi hækkar prósentan í 13,04% hjá öllum launþegum.
Deildarstjóri leggur til að orlof verði 13,04% hjá þessum aldursflokk í stað 10,17%, eins og er í nýjum kjarasamningi Einingar Iðju.
Bæjarráð samþykkir að orlofsprósenta barna í vinnuskóla verði 13,04% í samræmi við kjarasamning Einingar Iðju.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 27.04.2020, vegna lokaáfanga ljósleiðaratengingar í Ólafsfirði, þar sem lagt er til að tenging verði lögð í starfsstöðvar sveitarfélagsins í Ægisgötu, Strandgötu og við Námuveg. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22.04.2020, er varðar umsögn um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.04.2020 þar sem fram koma alvarlegar afleiðingar Covid-19 á starfsemi hönnuða og arkitekta samkvæmt könnun sem Hönnunarmiðstöð Íslands framkvæmdi dagana 7.-14. apríl sl..
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 16. og 18. mars sl. og 6. og 21. apríl sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum