Áningastaður og skilti við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2003058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 252. fundur - 01.04.2020

Lagt fram erindi dagsett 20. mars 2020 þar sem Svanfríður Halldórsdóttir f.h. stjórnar U.M.F. Vísis lýsir áhuga félagsins á því að komið verði upp áningastað við austan megin Ólafsfjarðarvatns skammt sunnan við núverandi grindarhlið eða skv. staðsetningu á meðfylgjandi korti. Hugmyndin er að koma fyrir upplýsingaskiltum um bæina í sveitinni ásamt fróðleik um svæðið. Ungmennafélagið myndi sjá um kostnað við gerð skilta og uppsetningu og jafnvel kaupa borð/bekki ef samkomulag næst við sveitarfélagið um undirbúning svæðisins og staðsetningu.
Samþykkt
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir tillögu að staðsetningu áningastaðar. Tæknideild falin frekari úrvinnsla á málinu í samráði við U.M.F.Vísi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 06.05.2020

Á 184 fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var lagt til að umræddur áningastaður yrði malbikaður í sumar um leið og framkvæmdir fara fram við göngustíg. Bæjarstjórn samþykkti að visa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin samþykkir að farið verði í að malbika áningastaðinn í sumar.