Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Málsnúmer 2001004F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til desember 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lögð fram greinargerð frá Rauða Krossinum í Eyjafirði dags. 10. janúar 2020. Einnig drög að bréfum bæjarstjóra til Mílu, Orkusölunnar og Rarik dags. 10.01.2020.
Bæjarráð þakkar Rauða Krossinum í Eyjafirði greinargóð svör.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að bréfum og felur bæjarstjóra að senda á Mílu, Orkusölunnar og Rarik.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fh. Alþýðuhússins á Siglufirði, dags. 09.01.2020 þar sem óskað er eftir styrk í formi afsláttar að sundlaugum sveitarfélagsins, líkt og veittur var á síðast liðnu ári vegna komu útskriftarnema Listaháskóla Íslands dagana 14. - 26. janúar nk.. Nemendur munu vinna undir leiðsögn Aðalheiðar Eysteinsdóttur, Sindra Leifssonar og Arnars Ómarssonar í Alþýðuhúsinu, í samstarfi við Herhúsið, Segul 67 og fleiri fyrirtæki og aðila í sveitarfélaginu.
Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu, - frístunda og menningarmála.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afsláttar að sundlaugum í sveitarfélaginu. Áætlaður styrkur kr. 55.440 færist á lykil 06810-9291 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lögð fram drög að svari við erindi Eyþings, dags. 30.12.2019 vegna upplýsingaöflunar í greinargerð sem Eyþing tekur saman fyrir hönd landshlutans að beiðni átakshóps fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda á Eyþing.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.01.2020 er varðar drög að umsögn sambandsins um frumvarp um þjóðgarða og Þjóðgarðastofnun, mál nr. 318/2019. Áherslur í þeirri umsögn sem nú hefur verið unnin snúa fyrst og fremst að því að meta breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Samantekt á þeim breytingum í greinargerð með frumvarpsdrögum er svohljóðandi:
Hluti af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpi þessu frá því að það var lagt fram á 149. löggjafarþingi stafa af því að ýmis sérákvæði um Vatnajökulsþjóðgarð breytast og færast yfir í sérstakt frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Aðrar breytingar á frumvarpinu eru m.a. þær að tekin er upp í 7. gr. frumvarpsins almenn heimild til friðlýsingar lands sem þjóðgarðs. Þá eru sett inn ákvæði um upplýsingagjöf forstjóra til stjórna og umdæmisráða og skerpt á skyldum þessara eininga allra gagnvart ákvæðum laga um opinber fjármál. Þá er lagt til að stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum og Þingvallanefnd verði ein og sama einingin. Er þetta gert til einföldunar. Þá er skerpt á ákvæðum um leyfisveitingar og gjaldtöku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Á 634. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna áskorunar aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar þess efnis að bæjarstjórn bannaði alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020.
Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að banna alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn og að deildarstjóra tæknideildar verði falið að koma því á framfæri með auglýsingu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lögð fram drög að Reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar í samræmi við verklagsreglur reikningsskila- og upplýsinganefndar sem settar eru skv. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020
Lögð fram til kynningar 241. fundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar frá 13.12.2019
Í fyrsta fundarlið, raforkuflutningar ályktar stjórn AFE eftirfarandi:
„Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi."
Bæjarráð samþykkir að taka undir ályktun stjórnar AFE um raforkuflutninga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.