-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Á 632. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir greinargerðum frá viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, slökkviliði, lögreglu, Rauða krossinum, HSN, þjónustumiðstöð og öðrum stofnunum Fjallabyggðar.
Lagðar voru fram greinargerðir frá eftirtöldum aðilum:
Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, höfnum Fjallabyggðar, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Skálarhlíð, íbúðakjarna við Lindargötu 2, Hornbrekku, björgunarsveitinni Strákum, björgunarsveitinni Tindi, Grunn- og leikskóla Fjallabyggðar, lögreglu og aðgerðarstjórn Almannavarnarnefndar á Akureyri.
Í greinagerðum er farið yfir stöðuna sem upp kom, verkefni, skemmdir og nauðsynlegar úrbætur varðandi skipulag, samhæfingu, starfshætti og tækjabúnað.
Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 03.01.2020 með samantekt og tillögum að úrbótum er snúa að sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar og yfirferð. Aðilar eru sammála um að aðgerðir hafi tekist vel en ljóst er að mikilvægt er að yfirfara skipulag, starfshætti og samhæfingu þjónustustofnana, viðbragðsaðila og annarra sem gegna veigamiklu hlutverki þegar almannavarnarástand skapast í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að skipa nýjar vettvangsstjórnir í Ólafsfirði og Siglufirði. Fela bæjarstjóra að senda bréf á Rarik, Mílu og Orkusöluna vegna Skeiðsfossvirkjunar og fara fram á útskýringar og viðeigandi úrbætur.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að yfirfara og meta þörf fyrir varaafl í stofnarnir sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að óska eftir upplýsingum frá einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum lögaðilum um tjón sem varð í óveðrinu sem lið í greinargerð sveitarfélagsins til átakshóps fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember sl.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir og óskaði eftir að vísað yrði til bæjarráðs að skipa nýjar vettvangsstjórnir í Ólafsfirði og Siglufirði. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum að öðru leyti.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 04.12.2019 er varðar undirritun Þjónustusamnings vegna Álagningarkerfis sem sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að nota við álagningu fasteignagjalda, ásamt viðauka vegna persónuverndarlaga og vinnslu persónuupplýsinga.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita þjónustusamninginn fyrir hönd sveitarfélagins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til desember 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.178.530.077 eða 103,83% af tímabilsáætlun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Á 632. fundi bæjarráð samþykkir ráðið að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi möguleika íbúa Skálarhlíðar á að hlaða rafknúin ökutæki sín vegna fyrirspurnar Steingríms Kristinssonar dags. 04.12.2019.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að mögulegt er að setja hleðslustöð við hliðina á inngangi í sorpgeymslu og við bílastæði fyrir framan húsið. Miðað er við stöð sem er með aðgangsstýringu fyrir marga notendur og greiðir þá hver notandi fyrir sína notkun.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 með tilliti til uppsetningar fyrir fjölbýlishús í útleigu hjá Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 27.12.2019 frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við forsvarsmenn Síldarminjasafnsins vegna úrbóta á fráveitulögnum á lóð Síldarminjasafnsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 29.12.2019 vegna samantektar á viðaukum nr.13-21 við fjárhagsáætlun 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 30.12.2019 þar sem fram kemur að tjón hefur orðið á öryggisvír í skíðalyftu í Tindaöxl og ljósastaurum í Bárubraut sem rekja má til ísingar og óveðurs.
Bæjarráð samþykkir kostnað vegna viðgerðar kr. 1.200.000. og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Kostnaði við verkið verður vísað til viðauka þegar þátttaka Náttúruhamfarasjóðs Íslands liggur fyrir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lögð fram drög að endurnýjun á samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 30.12.2019 er varðar úthlutun byggðakvóta. Samkvæmt 4 gr. reglugerð nr. 675/2009, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020 falla 128 þorskígildislestir til Ólafsfjarðar og 144 þorskígildislestir til Siglufjarðar.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila inn rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 27. janúar 2020.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir að smábátasjómenn og vinnsluaðilar í Ólafsfirði tilnefni sitthvorn aðilann og að smábátasjómenn og vinnsluaðilar á Siglufirði tilnefni sitthvorn aðilann til að koma með tillögur til bæjarráðs að sérstökum skilyrðum að úthlutun sem rúmast innan gildandi reglugerðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lögð fram til kynningar ályktun frá sameiginlegum fundi Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskóla frá 27.12.2019 en þar segir:
Sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefnda Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla skorar á sveitarfélög að bæta til muna starfsaðstæður leikskólakennara, samræma starfskjör, fjölga undirbúningstímum og samræma starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig. Raungera þarf þær breytingar í kjarasamningum og búa til betri ramma um faglegt starf í leikskólum.
Stærsta áskorun sveitarfélaganna er að fjölga leikskólakennurum. Það vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi leikskólabarna eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
Þann 1. janúar 2020 munu taka gildi lög sem meðal annars kveða á um leyfisbréf þvert á skólastig. Við þá breytingu verður raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Ef sveitarfélögin hafa ekki raunverulegan áhuga á að jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og sýna það ekki í verki við kjarasamningsborðið er leikskólastigið í alvarlegum vanda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fyrir hönd Eyþings sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum dags. 20.12.2019 þar sem fram kemur að Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020.
Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Yfirlit yfir áhersluverkefni Eyþings má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is.
Horft verður til færri og stærri styrkja á sviði umhverfis-, menningar- og atvinnumála að þessu sinni. Fram þarf að koma lýsing á verkefninu ásamt mögulegri framkvæmd þess.
Hægt er að skila inn hugmyndum til 15. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa og að erindið verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar dags. 22.12.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sótt hafi verið um leyfi til Fiskistofu vegna framkvæmda við brunn og dælubrunn við austurenda Bakkabyggðar með vísan í 33. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram til kynningar erindi Reynis Gunnarssonar, dags. 23.12.2019 varðandi strandveiðar - tillaga 2
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.12.2019 er varðar áhrif laga nr. 95/2019 á launaröðun í leik- og grunnskólum sveitarfélaga frá og með 1. janúar 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. Eyþings, dags. 30.12.2019 þar sem fram kemur að Eyþingi hefur borist beiðni um að taka saman upplýsingar frá sveitarfélögum fyrir átakshóp fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember. Óskað hefur verið eftir greinargerð frá landshlutasamtökum um eftirfarandi þætti sem skila þarf fyrir miðjan janúar.
1. Mat á því hvernig fyrirtæki og stofnanir sem reka mikilvæga innviði voru undirbúin fyrir óveðrið, hvernig unnið var í samræmi við viðbragðsáætlanir, hvernig til tókst að framfylgja viðbragðsáætlun, almennt mat á því hvað betur hefði mátt fara og fyrirhugaðar aðgerðir í framhaldi af því.
2. Leggja mat á tiltækt varaafl í landshlutanum og stýringu þess við aðstæður eins og sköpuðust. Tillögur til úrbóta.
3. Mat á samspili kerfa við aðstæður sem þessar, t.d. hversu háð fjarskiptakerfi eru raforkukerfum.
4. Tillögur um aðgerðir til að efla viðbúnað og viðbragð, svo sem mannafla, tækjakost, stjórnun aðgerða, samskipti og upplýsingagjöf. Er nægilegur mannafli til staðar á þeim stöðum þar sem tæki og innviðir brugðust, og er tækjakostur fullnægjandi og aðgengilegur.
5. Tillögur um aðgerðir sem styrkja innviði í byggðakjörnum og hinum dreifðu byggðum til langs tíma, svo sem fjárfestingar. Ábendingar um einstakar aðgerðir og umbótaverkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í svo grunninnviðir séu betur í stakk búnir til að mæta slíku áhlaupi næst og samfélagslegt tjón þannig lágmarkað.
6. Ábendingar um hvernig gengið hefur að koma mikilvægum framkvæmdum í gegnum leyfisveitingarferli og stjórnsýslu undanfarin ár, nefna t.d. raunveruleg dæmi og tímalínur. Tillögur um aðgerðir sem miða að því að stuðla að skilvirku regluverki og stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga varðandi framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raforku.
7. Aðrar aðgerðir sem skipta máli varðandi eflingu innviða og öryggi íbúa landsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjórum að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram til kynningar erindi Helgu María Pétursdóttir fyrir hönd Eyþings, dags. 30.12.2019 er varðar stofnun nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra með sameiningu þriggja félaga, Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Ný landshlutasamtök, Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hefja starfsemi 1. janúar 2020 og starfa þá á grundvelli kennitölu Eyþings og munu yfirtaka réttindi og skyldur atvinnuþróunarfélaganna svo og framlög sveitarfélaganna til Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Stjórn Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra er skipuð sjö fulltrúum og sjö til vara:
Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Akureyri
Kristján Þór Magnússon, Norðurþing
Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri
Helga Helgadóttir, Fjallabyggð
Axel Grettisson, Hörgársveit
Helgi Héðinsson, Skútustaðahreppi
Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi
Framkvæmdastjóri er Helga María Pétursdóttir
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lagt fram erindi Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 22.12.2019 ásamt fundargerð aðalfundar félagsins frá 31.08.2019 og ársreikningi 2018.
Í erindinu kemur fram að á aðalfundi Veiðifélags Ólafsfjarðar fyrir árið 2018 hafi verið ákveðið að greiða samtals kr. 6.000.000.- af uppsöfnuðum arði sem skiptist samkv. eignarhluta landareigenda. Eignarhlutur Fjallabyggðar er 13,53% og nam arðgreiðslan kr. 811.811.-
Þá var einnig samþykkt eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar
"Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 31. ágúst 2019 beinir því til bæjarstjórnar Fjallabyggðar að banna alla netaveiði fyrir landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn".
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020
Lögð fram til kynningar 877. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.12.2019
Bæjarráð tekur undir lið 2 í fundargerð stjórnar.
"Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sendir stjórnendum sveitarfélaga og íbúum þeirra sem nú glíma við afleiðingar óveðursins kveðju, um leið og hún þakkar björgunaraðilum, starfsmönnum veitufyrirtækja og öðrum sem tekið hafa þátt í viðbrögðum við afleiðingum þess óveðurs sem dunið hefur á landinu undanfarna daga. Stjórnin hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja raforkuöryggi um allt land sem allra fyrst. Það er með öllu óásættanlegt að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar búi við slíkt óöryggi sem raunin er. Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jafna búsetuskilyrði allra landsmanna."
Bókun fundar
Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.