Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16. desember 2019
Málsnúmer 1912005F
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16. desember 2019
Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra sem vera átti á Húsavík dagana 12.-13. desember var frestað vegna veðurs. Frá Fjallabyggð fara þrír fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að halda málþingið í janúar 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 24. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16. desember 2019
Farið yfir reglur um frístundastyrki 2020 en Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur hækkað frístundastyrk til barna á aldrinum 4-18 ára um 2500 krónur og er frístundastyrkur pr. barn því 35000 krónur fyrir árið 2020. Ungmennaráð fagnar þessari hækkun og vill koma því á framfæri að foreldrum munar mikið um þennan styrk, sérstaklega þar sem börn eru mörg eða þar sem fólk hefur ekki mikið á milli handanna.
Bókun fundar
Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 24. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.