Á 634. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að óska eftir því við útgerðaraðila og fiskvinnslur í Ólafsfirði og á Siglufirði að tilnefndir yrðu aðilar, einn frá útgerð og einn frá fiskvinnslum á hvorum stað til að senda inn tillögu til bæjarráðs að sérstökum skilyrðum að úthlutun byggðakvóta fyrir árið 2019/2020 sem rúmuðust innan ramma reglugerðar.
Tillögur bárust frá útgerðaraðila á Siglufirði og fiskvinnslum í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi breytingar á reglugerð til afgreiðslu í bæjarstjórn.
a) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.