Minningagarðar

Málsnúmer 1909068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 01.10.2019

Lagt fram erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningargarðs í sveitarfélaginu. Óskað er eftir svari fyrir 1. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 624. fundur - 15.10.2019

Á 622. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningagarðs í sveitarfélaginu.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir Minningagarði í aðalskipulagi sveitarfélagsins og lagt til að erindið verði sent sóknarnefndum til umsagnar.

Bæjarráð samþykkir að senda erindið á sóknarnefndir í Fjallabyggð til umsagnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25.02.2020

Lagt fram svar Sóknarnefndar Siglufjarðar, dags. 15.02.2020, vegna erindis sveitarfélagsins, dags 20.09.2020 varðandi Minningagarð í Fjallabyggð. Sóknarnefnd telur verkefnið ekki varða sóknarnefnd þar sem ekki er óskað eftir því að garðar séu staðsettir innan kirkjugarða.

Erindið var einnig sent á sóknarnefnd Ólafsfjarðar og ítrekað en ekkert svar borist.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. Tré Lífsins um Minningargarða frá, þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í minningargarð á fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 03.03.2020

Lagt fram erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Tré lífsins, dags. 28.02.2020 þar sem fram kemur að óskað hafi verið eftir við bæjarráð að fá að vita hvort áhugi væri fyrir að opna Minningargarða í sveitarfélaginu og hvort afstaða bæjarráðs væri jákvæð eða neikvæð óháð því hvort verkefnið er á fjárhagsáætlun eða ekki. Þar sem að verkefnið er enn í þróun er ekki ljóst hvort eða hve mikla fjárhagslega ábyrgð bæjarfélagið myndi bera af opnun eða rekstri garðanna, slíkt yrði samningsatriði á síðari stigum.
Á 641. fund bæjarráðs samþykkti ráðið að vísa erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. Tré Lífsins um Minningargarða, frá þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í minningargarð á fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð ítrekar svar sitt frá 641. fundi og tekur ekki afstöðu, jákvæða eða neikvæða á þessari stundu þar sem verkefnið er enn í þróun og ekki liggur fyrir fjárhagsleg ábyrgð sveitarfélagsins á opnun eða rekstri slíks garðs.