Samráðsvettvangur um landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 1903037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar, dags. 13.03.2019. Skipulagsstofnun hefur hafið vinnu við viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.
Samráðsvettvangur um landsskipulagsstefnu er net tengiliða sem hafa áhuga á að fylgjast með mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu. Samráðsvettvangurinn er öllum opinn. Skráning fer fram á landsskipulag.is eða með því að senda tölvupóst á landsskipulag@skipulag.is.