Dagur leikskólans 6. febrúar 2019

Málsnúmer 1901049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.01.2018 er varðar Dag leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í leikskólum landsins í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar nk.
Í tilefni dagsins verður viðurkenningin Orðsporið veitt í sjöunda sinn og blásið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni Dags leikskólans. Verkefnið er að yrkja á íslensku, á hvaða formi sem er (s.s. ljóð, vísur, sögur), og eru efnistök frjáls. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu textana. Skilafrestur er til 18. janúar nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.