Fyrirspurn frá trölla.is varðandi flugvöllinn á Siglufirði

Málsnúmer 1901036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur f.h. Trölla.is þar sem óskað er upplýsinga um fjölda flugvéla sem lent hafa á Siglufjarðarflugvelli frá því að hann var opnaður að nýju sumarið 2018, hvað hafi komið mikið í bæjarkassan síðan af lendingargjöldum og hver heildarkostnaður var við þá framkvæmd að opna völlinn?

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22.01.2019

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 18.01.2019 þar sem fram koma svör við fyrirspurn Trölla.is.
Spurt var hversu margar flugvélar hafa lent á Siglufjarðarflugvelli frá opnun í sumar?
Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að nákvæm talning yfir lendingar sé ekki til, enda sé ekki starfsmaður við vinnu á flugvellinum en áætlað er að lendingar séu á milli 20-30.
Þá var einnig spurt um hversu mikið hefði skilað sér í bæjarkassan af lendingargjöldum? Í svari bæjarstjóra kemur fram að ekki hafi staðið til að innheimta lendingargjöld enda flugvöllurinn fyrst og fremst opnaður til þess að auka öryggi íbúa og fjölga ferðamönnum sem er til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki í Fjallabyggð.
Svar við spurningu Trölla um heildarkostnað vegna opnunar flugvallarins hefur þegar komið fram í svari til Trölla þann 19. október 2018.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda svör við fyrirspurnum til Trölla.is