Innköllun lóðar - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 1901033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235. fundur - 16.01.2019

Vegna eftirspurnar eftir lóðinni Bakkabyggð 8, sem úthlutað var þann 20.júní 2018, er lóðarhafa gefinn frestur til að skila inn teikningum af fyrirhuguðu húsi á viðkomandi lóð til 1.mars 2019. Að öðrum kosti fellur lóðarúthlutun úr gildi í samræmi við 11.gr samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð og lóðinni endurúthlutað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 06.03.2019

Samkvæmt bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. janúar sl. var lóðarhöfum Bakkabyggðar 8 gefinn frestur til 1. mars 2019 til að skila inn teikningum af fyrirhuguðu húsi. Að öðrum kosti fellur lóðarúthlutun úr gildi í samræmi við 11.gr samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð og lóðinni endurúthlutað.
Þar sem engar teikningar bárust innan tilskilins frests er lóðarúthlutun sem staðfest var 26. júní 2018, afturkölluð.