Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

235. fundur 16. janúar 2019 kl. 16:30 - 17:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Rúnar Friðriksson varamaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um lóð - norðan Hafnarbryggju

Málsnúmer 1812031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð merkta A/1 skv. deiliskipulagi við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju, undir iðnaðarhúsnæði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

2.Grunnskólalóð í Ólafsfirði - 2.áfangi

Málsnúmer 1811086Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á áhorfendapalli á grunnskólalóðinni í Ólafsfirði, vegna athugasemda nefndarinnar um aðgengi fyrir alla.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framkomna tillögu en leggur til að bætt verði við innskoti fyrir hjólastóla fyrir miðju áhorfendapalla.

3.Innköllun lóðar - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 1901033Vakta málsnúmer

Vegna eftirspurnar eftir lóðinni Bakkabyggð 8, sem úthlutað var þann 20.júní 2018, er lóðarhafa gefinn frestur til að skila inn teikningum af fyrirhuguðu húsi á viðkomandi lóð til 1.mars 2019. Að öðrum kosti fellur lóðarúthlutun úr gildi í samræmi við 11.gr samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð og lóðinni endurúthlutað.

4.Endurnýjun lóðarleigusamnings Ægisgötu 2a

Málsnúmer 1812062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Núma Jóhannssonar f.h. Tjalds ehf., dagsett 27. desember 2019. Óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Ægisgötu 2a í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn til 20 ára.

5.Ósk um P stæði, staðsetningu ruslatunna og viðgerð á gangstétt

Málsnúmer 1812021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurlaugs Odds Jónssonar, dagsett 6.desember 2018.
1. Ekki er hægt að verða við því að merkja einkastæði við Hólaveg 12 og 16 þar sem öllum er heimilt að leggja í götunni.
2. Staðsetning ruslatunna þarf að vera innan lóðarmarka, ekki er heimilt að hafa ruslatunnur á gangstétt þar sem þær skerða aðgengi gangandi vegfarenda.
3. Nefndin þakkar ábendingu um gangstétt.
Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.

6.Fjarlægja gám

Málsnúmer 1812040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helenu H. Aspelund, dagsett 26.desember 2018, vegna gáms sem henni var gert að fjarlægja af lóð sinni Kirkjuvegi 19. Óskað er eftir fresti til 1. júní 2019 til að fjarlægja gáminn.
Nefndin samþykkir að framlengja frest til að fjarlægja gáminn til 1.júní 2019, að þeim tíma liðnum verður gámurinn fjarlægður á kostnað eiganda verði hann ekki farinn.

7.Kvörtun vegna lausagöngu hunds

Málsnúmer 1811071Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Tómasar Hrafns Sveinssonar, lögmanns, dags. 4. janúar sl. þar sem þess er krafist að áminning sem Magnúsi Stefáni Jónassyni hafi verið veitt vegna lausagöngu hunds í hans eigu verði afturkölluð.
Lögð fram umsögn lögfræðings Fjallabyggðar við bréfi Tómasar H. Sveinssonar. Tæknideild falið að svara erindinu.

8.Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 1812042Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í tillögu felst (A) lega Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 17:50.