Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 65
Málsnúmer 1901007F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 14. janúar 2019
Gestir fundarins voru þau Kristrún Lind Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafar frá Tröppu ráðgjöf. Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Megináhersla ráðgjafarinnar er framkvæmd á skólastefnu sveitarfélagsins og endurgerð á skólanámaskrá, sýn og stefnu grunnskólans með það fyrir augum að í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu - menntun án aðgreiningar. Í samkomulagi Tröppu ráðgjafar og Fjallabyggðar verður unnið eftir sýn um framúrskarandi skóla þar sem gert er ráð fyrir að ná árangri umfram væntingar. Áhersla verður lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Kristrún Lind og Gunnþór kynntu ráðgjöfina fyrir fundarmönnum.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 65. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.