Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018
Málsnúmer 1812001F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Helena Hannesdóttir Asperlund sátu undir þessum lið.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða ráðgjöf í formi sérfræðiaðstoðar við endurskoðun á sýn og stefnu skólans með það fyrir augum að í skólanámskrá og í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu, menntun án aðgreiningar. Núgildandi sýn og stefna skólans er frá fyrstu árum Grunnskóla Fjallabyggðar en skólanámskrá hefur verið endurskoðuð. Vinnan hefst í byrjun næsta árs með kynningarfundum fyrir Fræðslu- og frístundanefnd, bæjarfulltrúa, starfsfólk grunnskólans, nemendur og foreldra.
Bókun fundar
Til máls tók S.Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að útbúa reglur og umsóknareyðublað og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Undir þessum lið vék Tómas Atli Einarsson af fundi.
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.
Á 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar voru lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd vísaði endurskoðuðum reglum til UÍF til umsagnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar UÍF fyrir innsendar athugasemdir. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að uppfæra reglur í samræmi við umræðu fundarins og vísa þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 10. desember 2018
Á 58. fundi fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi frá UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarnanna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum. Óskað var eftir að boðið yrði upp á rútuferð frá Siglufirði kl 17.00 og frá Ólafsfirði kl.17.30. Við nánari skoðun á tímatöflu íþróttafélaganna kom í ljós að þörf er fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 frá Siglufirði og 17:50 frá Ólafsfirði. Fræðslu- og frístundanefnd vísaði erindinu til bæjarráðs sem samþykkti aukinn frístundaakstur til reynslu fram að áramótum. Í ljós kom að lítil sem engin nýting var á ferðunum og voru þær lagðar niður frá og með 15. nóvember sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 64. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 169. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.