Kerfisáætlun 2019 - 2028

Málsnúmer 1811098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 584. fundur - 04.12.2018

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf dags. 27. nóvember 2018 varðandi undirbúning við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet kynnir þar verkefnis- og matslýsingu áætlunnarinnar, og vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna.
Frestur til að koma með athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.

Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.