-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lögð fram drög að uppfærslu innkaupareglna Fjallabyggðar í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10. 2018 að vísa erindi Leikhópsins Lottu til umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi það að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg fyrir leiksýningu þann 31.01.2019.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra þar sem fram kemur að leiga samkvæmt gjaldskrá Tjarnarborgar 2018 stórisalur fyrir 1-2 klst viðburði s.s. leiksýningar er kr. 20.000.
Bæjarráð samþykkir að að veita styrk kr. 20.000 í formi endurgjaldslausrar húsaleigu til Leikhópsins Lottu vegna leiksýningarinnar Rauðhettu þann 31.01.2019. Slíkur styrkur er tekjufærður á 05610-0340 Tjarnarborg - Húsaleiga og gjaldfærður á 05810-9291 Styrkir og framlög - Aðrir styrkir og framlög
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Bæjarráð samþykkti á 576. fundi sínum þann 15.10.2018 að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi dagsetningar og verð samkvæmt gjaldskrá vegna erindis listviðburðarhópsins Huldufugls þar sem óskað var eftir aðstöðu í íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til æfinga.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 29.10.2018 þar sem fram kemur að listviðburðarhópurinn Huldufulg óskar eftir að taka íþóttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði á leigu helgina 8.og 9. desember nk. á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar, samtals 7 klst. Húsaleiga verður innheimt samkvæmt gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að leigja listviðburðarhópnum Huldufugli aðstöðu í íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði undir æfingar helgina 8. og 9. desember nk. húsaleiga verður innheimt samkvæmt gjaldskrá.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10.2018 að vísa erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 18.10.2018 um opinber gjöld sveitarfélagsins vegna nýbygginga til úrvinnslu tæknideildar Fjallabyggðar.
Lagt fram svar skipulags- og tæknifulltrúa Fjallabyggðar við erindi Íbúðalánasjóðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10.2018 að óska eftir umsögn bæjarstjóra vegna tillagna Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til þingsályktunar um 5 ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172, mál.
Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til nefndarsviðs Alþingis.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að bréfi og felur bæjarstjóra að senda til nefndarsviðs Alþingis.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. október 2018.
Innborganir nema 901.906.889 kr. sem er 99,55% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 905.942.910 kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Tekin til umfjöllunar tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2019.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram erindi frá Jónínu Björnsdóttir dags. 4.nóvember 2018 þar sem hún óskar eftir að fá styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til þess að halda 5 vikna íþróttanámskeið fyrir börn í Fjallabyggð á aldrinum 2-3 ára og 4-5 ára á tímabilinu 14.nóvember til 12.desember. Um er að ræða 10 skipti í heilum sal og er kostnaður vegna námskeiðsins áætlaður kr. 73.500.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttasal, gjaldaliður færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 73.500 og bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr.73.500, sem bæjarráð vísar til viðauka nr.16/2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram erindi Gunnars Smára Helgasonar fh. Trölla.is þar sem óskað er eftir því að senda bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar út beint, án endurgjalds.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar varðandi fyrirkomulag útsendinga bæjarstjórnarfunda í öðrum sveitarfélögum.
Bókun fundar
Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags. 31. október 2018 þar sem fram kemur að Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta og þriðja sinn föstudaginn 16. nóvember nk.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa saman að kynningu á þessum degi og vilja hvetja sem flesta til þess að fagna honum með sínum hætti og hafa þá íslenskuna í sérstöku öndvegi. Mælst er til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins. Í ár verður opnuð ný upplýsingaveita á umræddum degi þegar Nýyrðabankinn fer í loftið. Unnið hefur verið að því verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en markmið þess er að hvetja til aukinnar nýyrðasmíðar og skapandi notkunar tungumálsins.
Nýyrðabankinn verður opinn á slóðinni www.nvvrdi.arnastofnun.is og getur hver sem er sent þangað inn tillögur að nýjum orðum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram erindi stjórnar Eyþings dags. 01.11.2018 þar sem fram kemur að Stjórn Eyþings ákvað á fundi sínum 23. október sl. að kalla saman fulltrúaráð Eyþings og Samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra þann 23. nóvember nk. Fulltrúaráðsfundurinn verður frá kl. 12-14 og samráðsvettvangurinn frá kl 14.15-16. Fundirnir verða á Akureyri, nánari dagskrá og staðsetning verður send út síðar.
Fulltrúar Fjallabyggðar í Fulltrúaráði Eyþings eru Gunnar I. Birgisson og Helga Helgadóttir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Sigurjónsdóttur sveitarstjóra í Dalvíkurbyggð, dags. 23.10.2018 er varðar íbúafund um kynningu fyrir laxeldi sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 22.10.2018
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 01.11.2018 er varðar könnun meðal sveitarfélaga varðandi tákmnálstalandi nemendur í grunnskólum.
Könnunin er hluti af lögboðnu eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins skv. 4. og 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, reglugerð nr. 893/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna dags. 01.11.2018 er varðar fund um atvinnuþátttöku barna í samstarfi við Vinnueftirlitið sem haldinn verður 08.11.2018 frá klukkan 14:30 - 17:15 á Hótel Natura, Þingsal 2.
Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar og einnig kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir atvinnugreinum og aldri. Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Loks taka til máls fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og segja af reynslu sinni af vinnumarkaði og vinnuskóla.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar fh. áhugafólks um jólakvöld í Ólafsfirði dags. 28.10.2018 þar sem óskað er eftir heimild Fjallabyggðar til að setja rafmagnstengil á ljósastaur sem stendur við Strandgötu í Ólafsfirði. Nýta á tengilinn fyrir LED lýsingu á jólaskreytingar í tengslum við jólakvöldið í miðbæ Ólafsfjarðar sem haldið verður föstudagskvöldið 7. desember nk.. Leyfi frá Rarik liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir að veita leyfi til að setja rafmagnstengil á umræddan ljósastaur í Strandgötu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 25.10.2018 þar sem boðað er til ellefta Umhverfisþings föstudaginn 9. nóvember nk. á Grand Hótel frá kl. 13-17. Grunnstef þingsins er ný hugsun í náttúruvernd og þau tækifæri sem geta falist í friðlýsingum svæða.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lögð fram til umsagnar tillaga Atvinnuveganefndar Alþingis dags. 29.10.2018 til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20 mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 01.11.2018 er varðar miðlægt námskeið fyrir skólanefndir sem haldið verður á Grand hóteli 26. nóvember nk. frá kl. 8:30-14:15. Streymt verður frá námskeiðinu og skólanefndir um allt land, sem ekki mæta á Grand, hvattar til að sitja námskeiðið í sameiningu í heimabyggð og fylgjast með útsendingu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og frístundanefndar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 312. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 23. október sl.
Einnig lögð fram til kynningar samantekt Alta frá aðalfundi Eyþings sem fram fór í Mývatnssveit 21. september 2018 „Brýnustu áhersluverkefni Eyþings 2018-2022“.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 31.10.2018 og 114. fundar Félagsmálanefndar frá 31.10.2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.