Styrkumsókn - Rauðhetta í Fjallabyggð

Málsnúmer 1810082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23.10.2018

Lagt fram erindi Leikhópsins Lottu dags. 18.10.2018 þar sem óskað er eftir styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg, gistingar og ferðakostnaðar vegna fyrirhugaðrar leiksýningar leikhópsins á leikritinu Rauðhettu í Tjarnarborg 31. janúar 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála varðandi það að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10. 2018 að vísa erindi Leikhópsins Lottu til umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi það að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg fyrir leiksýningu þann 31.01.2019.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra þar sem fram kemur að leiga samkvæmt gjaldskrá Tjarnarborgar 2018 stórisalur fyrir 1-2 klst viðburði s.s. leiksýningar er kr. 20.000.

Bæjarráð samþykkir að að veita styrk kr. 20.000 í formi endurgjaldslausrar húsaleigu til Leikhópsins Lottu vegna leiksýningarinnar Rauðhettu þann 31.01.2019. Slíkur styrkur er tekjufærður á 05610-0340 Tjarnarborg - Húsaleiga og gjaldfærður á 05810-9291 Styrkir og framlög - Aðrir styrkir og framlög