Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2018
Málsnúmer 1810015F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2018
Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar.
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri sat undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 61. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2018
Diljá Helgadóttir fulltrúi H-listans leggur fram eftirfarandi tillögu:
H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar
Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslu- og frístundanefndar.
Umræðu um gjaldskrá frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 61. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.