Deiliskipulag frístundabyggðar á Ytri-Gunnólfsá II

Málsnúmer 1810004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 07.11.2018

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Ytri-Gunnólfsá II í Ólafsfirði, dagsett 5.10.2018. Gert er ráð fyrir 15 frístundahúsum innan svæðisins og er tillagan unnin í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Samþykkt
Tæknideild er falið að auglýsa tillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið skv. 2.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 238. fundur - 03.04.2019

Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga frístundabyggðar á Ytri-Gunnólfsá II sem auglýst var frá 20. desember til 15. febrúar 2019 í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Norðurorku, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Eftir auglýsingu voru gerðar eftirfarandi breytingar: Í kaflanum um fornminjar er nr. á skráðum minjum breytt í samræmi við deiliskráningu á skipulagssvæðinu og útlínur þeirra og punktar vegna heimilda um minjar sýndar á uppdrætti. Í kaflanum um veitur er tenging við hitaveitu Norðurorku felld út.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.