-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagður fram tölvupóstur dags. 06.09.2018 frá Agli Rögnvaldssyni þar sem hann segir sig úr Fjallskilanefnd Fjallabyggðar vegna synjunar Skipulags- og umhverfisnefndar á umsókn hans um að halda fjögur sauðfé í Fákafeni 9, Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. ágúst 2018. Innborganir nema 702.291.402 kr. Sem er 100,53% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 698.561.616 kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launagreiðslur fyrir tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 2018
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 09.09.2018 vegna verðkönnunar í símkerfi Fjallabyggðar frá Símanum og Boðleið. Í báðum tilfellum gefa fyrirtækin verð í kaup á símkerfi og leigu símkerfis.
Deildarstjóri leggur til að gerður verði samningur við Símann um leigu á símkerfi þar sem um hagstæðari lausn er að ræða.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Símann vegna Símvistar - leigu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála úrvinnslu málsins.
Áætlaður kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lögð fram drög að vinnureglum fyrir töku orlofs starfsmanna Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála, dags. 10.09.2018 vegna umsóknar Birnu Hlínar Hilmarsdóttur, starfsmanns Leikskála á Siglufirði um launað leyfi í námslotum vegna BA náms í Uppeldis- og menntunarfræðum skólaárið 2019/2020. Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að umsókn Birnu Hlínar verið samþykkt með vísan í 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru á 134. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að veita Birnu Hlín launað námsleyfi skólaveturinn 2019/2020 í samræmi við 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi og vísar áætluðum kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála og Haukur Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Á 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar, þann 30.08.2018 fjallaði nefndin um erindi frá íbúum um lengdan opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar. Fól nefndin deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að taka saman kostnað við lengdan opnunartíma og vísaði erindinu jafnframt til bæjarráðs.
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála dags. 03.09.2018 þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður við að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga í Fjallabyggð um fjóra tíma á laugardögum og sunnudögum er kr. 580.662 á mánuði og er þá ótalinn annar rekstrarkostnaður sem fellur til vegna lengdrar opnunar.
Áætlaður kostnaður við að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um tvo tíma á laugardögum og sunnudögum er kr. 290.327, á mánuði fyrir utan annan rekstrarkostnað sem til fellur vegna lengdrar opnunar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Bókun fundar
Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Á 568. fundi bæjarráðs, þann 21. 08. 2018, óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála vegna erindis frá Bolla og bedda ehf um að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann vegna aukins fjölda húsbíla.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að athugun hafi leitt í ljós að opnunartími í nágrannasveitarfélögum samkvæmt heimasíðu tjalda.is hafi leitt í ljós að opnunartími tjaldsvæðis í Ólafsfirði sé mjög svipaður og á flestum öðrum tjáldsvæðum á Norðurlandi. Einungis tjaldsvæðin á Blönduósi og í Kjarnaskógi eru opin allt árið en í Kjarnaskógi er aðeins full þjónusta yfir sumartímann.
Deildarstjóri telur ekki ástæðu til að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið allt árið ef tekið sé mið af opnunartíma annarra tjaldsvæða á Norðurlandi. Deildarstjóri bendir hins vegar á að samræma ætti opnunartíma tjaldsvæða í Fjallabyggð og lengja opnunartíma tjaldsvæðis í Ólafsfirði til 15. október, í stað 15. september í samræmi við tjaldsvæðið á Siglufirði.
Bæjarráð telur, í ljósi ofangreinds, ekki ástæðu til að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann en felur deildarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bolla og bedda ehf um opnun til 15. október í samræmi við opnunartíma tjaldsvæðis á Siglufirði.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, þann 05.09.2018, samþykkt nefndin umsókn Ólafs Á. Ólafssonar um lóðina Skógarstíg 10 á Siglufirði og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Ólafi Á. Ólafssyni lóðinni að Skógarstíg 10 á Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, þann 05.09.2018, samþykkt nefndin umsókn Atla Jónssonar um lóðina Skógarstíg 2 á Siglufirði og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Atla Jónssyni lóðinni að Skógarstíg 2 á Siglufirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Á 59. Fundi fræðslu,- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum.
Fræðslu- og frístundanefnd tók vel í erindið þar sem möguleiki eykst á samfelldu skóla- og frístundastarfi eldri nemenda og vísaði málinu til bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir ferðunum á fjárhagsáætlun 2018.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að þörf sé fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 frá Siglufirði og frá Ólafsfirði kl. 17:50.
Borist hafa verðtilboð frá tveimur aðilum
Hópferðabílar Akureyrar (HBA), 1 ferð kr. 7.100. eða 14.200 tvær ferðir/dagur.
Magnús Þorgeirsson 1 ferð kr. 12.000 eða 24.000 tvær ferðir/dagur.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 til reynslu og vísar kostnaði kr. 454.000 í viðauka nr.11/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við HBA og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagður fram tölvupóstur, dags. 10.09.2018, frá Jóni Valgeir Baldurssyni fh. H - lista þar sem óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá Fjallabyggð vegna opnunar flugvallar á Siglufirði,
-Hvaðan fjármagnið sem fór í framkvæmdirnar á flugvellinum á Siglufirði kemur? Sem sagt hver borgar brúsann?
- Hver sér um snjómokstur og fjármögnun á því?
- Hver er ábyrgur fyrir flugvellinum, s.s rekstrinum, umsjón með flugumferð/flugumferðarstjórnun?
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.08.2018, varðandi Alheimshreinsunardaginn sem fram fer þann 15. september 2018. Sveitarfélagið er hvatt til þess að koma fyrir gámum eða stórum sekkjum á ákveðnum stöðum þennan dag, ef veður leyfir og auðvelda þar með íbúum að hreinsa til og flokka rusl. Einnig er sveitarfélagið beðið um að kynna daginn og hvetja íbúa til dáða. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun plasts á landi og í sjó en talið er að um milljón sjófuglar og 100 þúsund sjávarspendýr og skjaldbökur drepist árlega vegna þess að þau festast í plasti eða éta plastefni.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.
Bókun fundar
Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram erindi frá Blakfélag Fjallabyggðar, dags. 03.09.2018, þar sem félagið sækir um styrk í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar 13. og 14. október vegna úthlutunar túrneringu á Íslandsmóti neðri deildar fullorðinna tímabilið 2018-2019. Fjöldi liða sem munu spila í 2. deild karla, 3. deild karla og 3. deild kvenna verða 26 og reikna má með 250 keppendum í Fjallabyggð þessa helgi.
Bæjarráð samþykkir að veita Blakfélagi Fjallabyggðar styrk að upphæð kr. 680.000 í formi afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar sem er vísað í viðauka nr. 12/2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu dags. 30. ágúst 2018 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlunasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla verður lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Alls verður 120 milljónum króna veitt til sértækra verkefna svæðanna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september 2018.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar erindi Anítu Einarsdóttur f.h. yfirstjórnar HSN dags. 31. ágúst 2018. Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) verður haldin í Hofi fimmtudaginn 20. september nk. Kl. 13:30.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar erindi Fiskistofu, dagsett 31. 08. 2018, varðandi úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar erindi Náttúruhamfaratrygginga Íslands, dags. 21. ágúst 2018 er varðar breytingu á lögum og upprifjun á hlutverki stofnunarinnar. Hvatt er til þess að sveitarfélög viðhaldi réttu vátrygginarverðmæti eigna sinna og upplýsi um ný mannvirki reglulega.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagt fram til kynningar erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 27. ágúst 2019, er varðar endurmat á fasteignamati allra fasteingna. Nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember nk. sbr. 32. gr. a laga, nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.
Nýtt fasteignamat endurspeglar gangverð fasteigna miðað við síðastlitinn febrúarmánuð. Í Fjallabyggð hækkar fasteignamat um 14,6% og lóðarmat um 12,1%. Frekari gögn og upplýsingar um fasteignamat 2019 er að finna á vef Þjóðskrár.
Bæjarráð samþykkri að óska eftir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar með tilliti til lækkunar fasteignagjalda fyrir umræðu um fjárhagsáætlun 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. ágúst 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018
Lagðar fram til kynningar fundargerðir; 113. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar, 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar og 230. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.