Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018

Málsnúmer 1808010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 165. fundur - 20.09.2018

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Síðustu 2-3 ár hefur eftirspurn eftir útleigu íþróttasals grunnskólans fyrir barnaafmæli farið vaxandi. Umgengni um salinn hefur verið misjöfn og misvel gengið frá sem kallar á aukna ræstingu og vinnu utan dagvinnutíma. Nefndin leggur til að útleigu á íþróttasal undir barnaafmæli verði hætt. Áfram verður salurinn leigður út fyrir íþróttatengda viðburði. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Á síðasta fundi Fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi frá UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarnanna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum. Óskað var eftir að boðið yrði upp á rútuferð frá Siglufirði kl 17.00 og frá Ólafsfirði kl.17.30. Við nánari skoðun á tímatöflu íþróttafélaganna kom í ljós að þörf er fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 frá Siglufirði og 17:50 frá Ólafsfirði. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni. Gerð var verðfyrirspurn hjá nokkrum aðilum og tveir aðilar skiluðu inn verði. Hagstæðast er að semja við HBA um aukinn akstur skólarútu sem nemur þessum ferðum.

    Fræðslu- og frístundanefnd telur að með því að verða við þessari beiðni sé möguleiki á samfellu skóla- og frístundastarfs eldri nemenda aukinn. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu þar sem er ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði í núverandi fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd vísar endurskoðuðum reglum til UÍF til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfsáætlun félagsmiðstöðvarinnar fyrir veturinn. Áætlað er að starfið hefjist 21. september og því ljúki 3. maí. Auglýst hefur verið eftir leiðbeinendum. Tveir starfsmenn frá fyrra starfsári hafa sýnt áhuga á áframhaldandi starfi. Starfið verður tvö kvöld í viku, eitt í hvorum byggðarkjarna. Sama húsnæði verður nýtt undir starfsemina og undanfarin ár. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Erindi bárust frá íbúum Fjallabyggðar þar sem óskað var eftir að opnunartími íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar yrði lengdur. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman kostnað við lengdan opnunartíma og vísar erindinu til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.