Stjórn Hornbrekku - 8

Málsnúmer 1808009F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 04.09.2018

Fundargerð stjórnar Hornbrekku.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Birna S. Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku sat fundinn.
    Stjórn Hornbrekku býður Birnu Sigurveigu Björnsdóttur velkomna til starfa. Birna tók við forstöðu Hornbrekku þann 14. ágúst sl. Birna fór yfir ýmis mál tengd starfsmannahaldi sem innra starfi stofnunarinnar. Hefur hún þegar hafist handa við að yfirfara starfslýsingar og verða þær lagðar fyrir starfsmenn á næstunni. Einnig verður verklag og verkferlar teknir til endurskoðunar. Stjórn Hornbrekku lýsir yfir fullum stuðningi við hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns varðandi áform hennar sem lúta að starfsmannahaldi og innra starfi Hornbrekku.
    Birna upplýsti stjórn um að umönnunarklukkustundir Hornbrekku reiknast nú 4,7 klukkustundir á hvern á íbúa í hjúkrunarrými. Uppfyllir Hornbrekka þar með viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum skv. skilgreiningu Landlæknisembættisins.
    Útlit er fyrir að á næstunni verði öll hjúkrunar- og dvalarrými Hornbrekku, fullnýtt af einstaklingum með vistunarmat. Er hér um að ræða talsverða breytingu á nýtingu rýma Hornbrekku, þar sem undan farin ár hafa ávalt nokkur fjöldi rýma verið ráðstafað í fyrir hvíldar- og skammtímavistun.


    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Lögð fram til kynningar drög að reglugerðum 850/2002 um skömmtun lyfja og reglugerð 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Ráðstefna um öldrunarþjónustu sem verður haldin í Reykjavík þann 26. október nk. Hjúkrunarforstjóri mun sækja ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Lögð fram til kynningar skýrsla landlæknis um mat á InterRAI mælitækjum fyrir hjúkrunarheimili og á færni- og heilsumati. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.