Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Málsnúmer 1805085

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 05.06.2018

Tekið fyrir erindi frá afmælisnefnd um aldarafmæli fullveldis Íslands. Nefndin hefur látið útbúa fána í tilefni af afmælinu og hvetur til almennrar notkunar á honum á afmælisárinu.

Bæjarráð samþykkir að keyptir verði fjórir fánar, að upphæð kr. 12.480 og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23.04.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla afmælisnefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands frá mars 2019. Skýrsluna má nálgast á vefslóðinni www.fullveldi1918.is