Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 5. júní 2018
Málsnúmer 1805022F
Vakta málsnúmer
.1
1805108
Kostnaðarskipting launa við TÁT
Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 5. júní 2018
Í samningi um Tónlistarskólann á Tröllaskaga, milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsettur 25. ágúst 2016 er kveðið á um að kostnaðarskipting launa skuli miðast við íbúafjölda sveitarfélaganna 1. janúar ár hvert og fjölda kennslustunda skólans í hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt er að endurskoða skiptaprósentu tvisvar á ári í stað einu sinni, þ.e. í febrúar og september, vegna breytileika í kennslustundafjölda milli anna innan skólaársins. Skólanefnd leggur til við bæjarráð Fjallabyggðar og byggðarráð Dalvíkurbyggðar að gerður verði viðauki við samninginn þar sem nánar er kveðið á um áðurgreinda þætti.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 10. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
.2
1805110
Vistun málaskjala, fundargerða og boðun funda TÁT
Skólanefnd TÁT - 10. fundur - 5. júní 2018
Um síðustu áramót færðist vistun málaskjala, fundargerða og boðun funda til stjórnsýslu Fjallabyggðar frá Dalvíkurbyggð. Málaskjöl og fundargerðir TÁT eru nú vistuð á tveimur stöðum svo ekki myndast samfella í málavistun hjá hvorugu sveitarfélaginu. Ákveðið að fela sviðsstjórum að kanna með hvaða hætti málavistun gagna TÁT er best fyrir komið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 10. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 163. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.