-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar mætti á fundinn og fór yfir ársskýrsluna.
Slökkviliðisstjóra er falið að uppfæra skýrsluna í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs vegna framkvæmda við 1. áfanga grunnskólalóðarinnar á Ólafsfirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Bás ehf.
Sölvi Sölvason ehf.
Smári ehf.
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs á malbikun í Fjallabyggð 2018. Eftirtöldum yrði gefinn kostur á að bjóða í framkvæmdina:
Malbikun KM ehf.
Kraftfag ehf.
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til lokaðs útboðs á lokaáfanga á endurbótum fráveitukerfis í Ólafsfirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf.
Bás ehf.
Smári ehf.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til lokaðs útboðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningamála og Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar.
Farið var yfir stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.
Bæjarráð felur deildarstjóra og forstöðumanni að skila tillögum að húsnæðiskosti fyrir safnið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2018.
Bæjarráð óskar eftir að deildarstjóri félagsmáladeildar mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir málið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningamála sat undir þessum lið.
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skólastjóri TÁT óskar eftir samþykki fyrir því að hefja viðræður við Bílaleigu Akureyrar vegna langtímaleigu á tveimur bifreiðum. Þessar tvær bifreiðar koma í stað núverandi bifreiðar sem hefur reynst mjög dýr í rekstri og aksturs starfsmanna á einkabifreiðum.
Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Tekið fyrir bréf frá Sellu tannlæknum ehf., þar sem óskað er eftir lækkun á leigu á aðstöðu tannlæknastofunnar á Hornbrekku.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn Sellu tannlækna ehf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Aðalfundur sjóðsins verður haldinn 23. mars n.k. á Grand hóteli í Reykjavík.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Tekið fyrir erindi frá Álfi, áhugafélagi um listir og fræðslu ungmenna. Félagið stendur fyrir ungmennaskiptum í samstarfi við Rannís og Erasmus dagana 10.-17. ágúst. Þar koma saman ungmenni frá Portúgal og Íslandi að deila list sinni og kynnast menningu hvers annars. Óskað er eftir húsnæði til leigu í u.þ.b. 3 sólarhringa, þar sem ungmennin gætu haft aðstöðu.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Lagt fram erindi frá Viðburðastofu Norðurlands þar sem komið er á framfæri upplýsingum um Dag byggingariðnaðarins á Norðurlandi sem haldinn verður á Akureyri þann 14. apríl n.k.. Að viðburðinum standa Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Samtök iðnaðarins. Þar stendur til að vekja athygli á því sem verið er að gera í byggingar- og mannvirkjageiranum á Norðurlandi sem og að vekja athygli á verk- og tækninámi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Lögð fram til kynningar niðurstöður viðtalsrannsóknar um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi. Rannsóknin var unnin fyrir Rannsóknamiðstöð ferðamála af Þórnýju Barðadóttur.
Skýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð:
http://www.rmf.is/static/research/files/mottaka-skemmtiferdaskipa-rmf-2017-03pdf
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27. febrúar 2018
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 51. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 222. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 109. fundar félagsmálanefndar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 544. fundar bæjarráðs staðfest á 157. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.