Umsókn um leyfi til að smíða bryggjustúf, naust og hjall við fjöruna fyrir framan Bátahúsið

Málsnúmer 1710032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 218. fundur - 16.10.2017

Undir þessum lið vék Guðmundur Skarphéðinsson af fundi.

Lagt fram erindi Síldarminjafns Íslands, dagsett 9.október 2017, þar sem óskað er eftir samþykki nefndarinnar fyrir leyfi til að smíða bryggjustúf, naust og hjall við fjöruna fyrir framan Bátahúsið skv. meðfylgjandi teikningum. Einnig lögð fram yfirlýsing frá Selvík ehf. þar sem fram kemur vilji til samvinnu um framkvæmdina.
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að hjallur og skíðageymsla er á lóð Selvíkur ehf. og þarf lóðarleiguhafi að skila inn skriflegu samþykki fyrir byggingum á lóðinni. Jafnframt bendir nefndin Síldarminjasafninu á að byggingarleyfi þarf fyrir húsnæði sem er stærra en 15fm.