Umsókn um framkvæmdaleyfi - Skarðsvegur Siglufirði

Málsnúmer 1707027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 509. fundur - 11.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lögð fram beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Skarðsveg, Siglufirði. Áætlað er að verkið hefjist um miðjan ágúst 2017 og að því ljúki haustið 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 215. fundur - 12.07.2017

Samþykkt
Lögð fram beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Skarðsveg, Siglufirði. Áætlað er að verkið hefjist um miðjan ágúst 2017 og að því ljúki haustið 2018. Einnig sótt um leyfi til efnistöku úr námu A, norðan Siglufjarðar nr. námu 19544 (við Selgil).

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti beiðni Vegagerðarinnar þann 11.júlí sl.

Nefndin samþykkir umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi og efnistöku úr námu.