Breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 499. fundur - 09.05.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra að breytingum gjaldskrár vatnsveitu í Fjallabyggð.
Breytingin er í 5.grein gjaldskrárinnar:
Var:
"Árlega skal greiða af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem vatns geta notið."
Verður:
" Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem tengdar hafa verið vatnsveitu."
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 146. fundur - 17.05.2017

Breyting er í 5.grein "Vatnsgjald" 1. og 2. línu.
"tengdar hafa verið vatnsveitu" verði inni, en (vatns geta notið) fer út.
Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum á 146. fundi bæjarstjórnar að vísa Gjaldskrá Fjallabyggðar til síðari umræðu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21.06.2017

Breyting er í 5.grein "Vatnsgjald" 1. og 2. línu.
"tengdar hafa verið vatnsveitu" verði inni, en (vatns geta notið) fer út.
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna með 6 atkvæðum á 148. fundi bæjarstjórnar.