-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lagður fram útreikningur á kostnaði vegna nýs stöðugildis í 100% starf við Leikhóla.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lögð fram samantekt eftir fund bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með fulltrúum Vegagerðarinnar þann 21.02.2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lögð fram umsögn stjórnar Eyþings um frumvarp um farþegaflutninga.
Bæjarráð tekur undir umsögnina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Alls bárust fimm umsóknir.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Björn Bergmann Þorvaldsson, ráðgjafi
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, viðskiptafræðingur
Helga Jónsdóttir, aðalbókari
Kristján Ragnar Ásgeirsson, fjármálastjóri
Tinna Helgadóttir, sölumaður
Fjórir umsækjendur uppfylltu umsóknarskilyrði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, varaformanni bæjarráðs og Sólrúnu Júlíusdóttur að taka viðtöl við umsækjendur, sem uppfylla umsóknarskilyrði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Erindi frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að gera verðkönnun innan sveitarfélagsins vegna endurnýjunar á eldhúsinu í Tjarnarborg.
Bæjarráð samþykkir ósk deildarstjóra tæknideildar en minnir á að framkvæmdin skuli vera innan fjárheimilda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Niðurstaða skráð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og Ríkharður Sigurðsson tók við fundarstjórn. Ásgeir Logi Ásgeirsson sat undir þessum lið í stað Helgu Helgadóttur.
Til máls tóku Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 24. mars nk.
Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar- og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXI. landsþings sambandsins.
Steinunn M. Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir sækja landsþingið ásamt bæjarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Föstudaginn 3. mars nk. stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi undir yfirskriftinni "Sveitarfélögin og ferðaþjónustan". Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Málþingið hefur jafnframt verið kynnt fyrir fulltrúum ferðaþjónustunnar og öðrum sem láta sig málið varða.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lagt fram yfirlit yfir börn sem fæddust árið 2011 og skráð voru til heimilis í sveitarfélaginu þann 1. desember 2016, en þau hefja skólagöngu næsta haust.
Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar og skólastjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Íbúðalánasjóður og Samband íslenskra sveitarfélaga bíður til kynningarfundar um gerð húsnæðisáætlana í húsnæði Íbúðalánasjóðs, Borgartúni 21, þriðjudaginn 28. febrúar n.k. kl. 13-14.30.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands, þar sem eru taldar upp framkvæmdir sem eru fjármagnaðar af Hafnabótasjóði fyrir árið 2017. Þekja og lagnir á Bæjarbryggju eru þar á meðal og því er það verkefni að fullu fjármagnað með framlögum úr Hafnabótasjóði (75%) og bæjarsjóði (25%).
Bæjarráð fagnar ákvörðun Alþingis og innanríkisráðherra með fjármögnun á þessari nauðsynlegu framkvæmd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lagt fram til kynningar.
Niðurstöðu styrkúthlutunar má sjá á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins.
https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nidurstada-styrkuthlutunar-vegna-verkefnisins-island-ljostengt-2017
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28. febrúar 2017
Lögð fram fundargerð aðalfundar Róta frá 25.01.2017 haldinn á Mælifelli á Sauðárkróki.
Bókun fundar
Afgreiðsla 489. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.