-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
Lagt fram bréf frá Inkasso sem sér um innheimtu fyrir Fjallabyggð. Þar er óskað eftir að samningur vegna innheimtunnar sem rennur 15. apríl 2017 verði framlengdur um eitt ár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna erindis sjónvarpsstöðvarinnar N4 um að styrkja sjónvarpsþættina "Að norðan".
Bæjarráð Fjallabyggðar mun ekki styrkja frjálsa fjölmiðla með beinum hætti. Fjallabyggð mun áfram auglýsa í frjálsum fjölmiðlum eins og verið hefur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Umsögn deildarstjóra frístunda-, fræðslu-, markaðs- og menningarmála lögð fram vegna óska Siglufjarðarkirkju um viðveru unglinga frá vinnuskóla Fjallabyggðar yfir sumarmánuði.
Bæjarráð samþykkir að veita 150 tímum til þessa verkefnis eða alls 170.000 krónur sem færist á atvinnu og ferðamál.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Á fund bæjarráðs mættu deildarstjóri fræðslumála og leikskólastjóri.
Lögð fram ósk leikskólastjóra Fjallabyggðar um að fá að ráða leikskólakennara í 100% starf við Leikhóla vegna óvæntrar fjölgunar nemenda og aukins stuðnings vegna fatlaðs nemanda.
Bæjarráð samþykkir þessa ráðningu og vísar kostnaðarauka til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri.
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagðar fram umsagnir heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Bæjarráð samþykkir að fengnum umsögnum að veita jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagðar fram umsagnir heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Bæjarráð samþykkir að fengnum umsögnum að veita jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lögð fram niðurstaða opnunar á tilboðum í sameiningu íbúða 3 hæð í Skálarhlíð. Deildarstjóri tæknideildar leggur til að lægsta tilboði verði tekið.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf 8.156.000
Minný ehf 8.860.000
ÓHK Trésmíði ehf 8.348.764
GJ smiðir ehf 8.621.935
Kostnaðaráætlun 7.656.720
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.
Bókun fundar
Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.
Til máls tók Gunnar I. Birgisson, bæjarstóri.
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóð þar sem óskað er upplýsinga um lóðarverð og annan kostnað vegna úthlutunar lóða.
Lagt fram svar tæknideildar við fyrirspurn Íbúðalánasjóðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagt fram til kynningar erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, þar sem áréttuð er innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla. Frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá skólastjóra og fræðslu- og frístundanefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Föstudaginn 10. febrúar s.l. var miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum samþykkt.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Föstudaginn 24. febrúar nk. er boðað til tveggja samráðsfunda á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundirnir verða haldnir á:
Veitingahúsinu Sölku, Húsavík og Hótel Kea, Akureyri.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagt fram til kynningar erindi frá Fornleifastofnun Íslands vegna fornleifaskráningar á verndarsvæðum í byggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lögð fram íbúaskrá Fjallabyggðar 1. desember 2016.
Íbúar Fjallabyggðar 1.12.2016 voru alls skráðir 2025.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagt fram erindi frá Búfesti hsf. þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að funda með fulltrúum Búfesti hsf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings, 291. og 292. fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21. febrúar 2017
Lögð fram til kynningar fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 15. febrúar s.l.
Bókun fundar
Afgreiðsla 488. fundar bæjarráðs staðfest á 143. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.