-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir desember 2016.
Niðurstaðan fyrir heildina er 1.106,2 m.kr. sem er 97,6% af áætlun tímabilsins sem var 1.133,6 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 22,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um um 50,1 m.kr. t.d. tónskóli vegna breytinga í Tónskólanum á Tröllaskaga og óráðstafaðri fjárveitingu vegna langtímaveikinda til stofnana.
Nettóniðurstaða er 27,4 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Tekin til umfjöllunar netföng og hugbúnaðarleiga á vegum Fjallabyggðar fyrir bæjarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að stofnuð verði netföng fyrir aðal- og varabæjarfulltrúa Fjallabyggðar með áskrift að viðeigandi hugbúnaðarleigu.
Áætlaður árlegur kostnaður er um kr. 195 þúsund sem færist af fjárhagslið bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Í tilkynningu frá stjórn Róta, dagsettri 10. janúar 2017, er boðað til aðalfundar Róta bs. á Sauðárkróki, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 10:00.
Stjórn Róta gerir tillögu til aðalfundar um að fela stjórn byggðasamlagsins ásamt endurskoðanda Kristjáni Jónassyni að ganga frá uppgjöri Róta sem hefur hætt starfsemi og að stjórninni verði jafnframt falið að slíta félaginu að uppgjöri loknu.
Sjö fulltrúar Fjallabyggðar eiga rétt til setu á aðalfundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Hinn 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían, Skákskólinn og taflfélögin í landinu, í samvinnu við félög, einstaklinga o.fl. Kjörorð dagsins eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Gens Una Sumus - Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
Það er von Skáksambands Íslands að sem flest sveitarfélög taki þátt í Skákdegi Íslands og heiðri með því meistara Friðrik Ólafsson og stuðli jafnframt að enn frekari útbreiðslu þjóðaríþróttarinnar meðal ungra sem eldri.
Jafnframt býður Skáksamband Íslands að skipuleggja skákviðburð í Fjallabyggð sé eftir því leitað.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Í erindi Félags heyrnarlausra, dagsett 6. janúar 2017 er óskað eftir stuðningi vegna verkefna félagsins á árinu 2017 með kaupum á auglýsingu í blað félagsins.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Lögð fram til kynningar áætlun Umhverfis- og auðlindaráðherra um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum, ásamt tillögu og skilagrein starfshóps sem vann að henni.
Á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2017 er gert ráð fyrir að dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminna efni á íþróttavöllum.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar og deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsett 9. janúar 2017, til sveitarstjórnarmanna.
Einnig athugasemdir KÍ, dagsettar 7. janúar 2017, við yfirlýsingu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í kjaraviðræðum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Lögð fram til kynningar fundargerð 290. fundar stjórnar Eyþings, 6. janúar 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar stjórnar Róta bs. málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi, frá 11. janúar 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17. janúar 2017
Lögð fram til kynningar fundargerð Fræðslu- og frístundanefnd frá 9. janúar s.l.
Bókun fundar
Afgreiðsla 483. fundar bæjarráðs staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.