Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016

Málsnúmer 1611008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 18.11.2016

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 17:00 þar sem vinna og undirbúningur að hinni nýju menningarstefnu Fjallabyggðar verður kynnt og vinnuhópar myndaðir til áframhaldandi vinnu. Hvetur nefndin alla hlutaðeigandi aðila til að mæta á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016 Farið yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir markaðs-og menningarnefnd. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016 Farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju verði tekin til umfjöllunar í bæjarráði þar sem umsóknin getur ekki fallið undir menningarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.