Ósk um upplýsingar - Úthlutun lóða o.fl.

Málsnúmer 1610049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18.10.2016

Lagt fram erindi Íbúðalánasjóðs, dagsett 13. október 2016.
Íbúðalánasjóði hefur verið falið að annast framkvæmd laga nr. 52/2016 um stofnstyrki til almennra íbúða, en þessa dagana er sjóðurinn að auglýsa eftir umsóknum.
Þess vegna óskar Íbúðalánasjóður eftir eftirfarandi upplýsingum frá sveitarfélaginu;
a. Hvað úthlutaði sveitarfélagið mörgum lóðum til byggingar íbúðahúsnæðis á tímabilinu 01.01.2013 til 01.10.2016.
b. Hvað var þessum lóðum úthlutað til byggingar marga íbúða.
c. Hvert var lóðaverð fyrir þessar lóðir.
d. Einnig er óskað eftir upplýsingum um gatnagerðargjöld þessara lóða sem var úthlutað þetta tímabil.

Óskað er eftir því að svörin verði sundurliðuð þannig að fram komi hvað margar íbúðir eru á hverri lóð sem og fram komi hvað sú lóð kostar. Einnig er óskað eftir að svör verði brotin niður eftir matssvæðum og/eða póstnúmerum sveitarfélagsins.

Íbúðalánasjóður óskar eftir að umbeðnar upplýsingar berist sjóðnum fyrir 19.október n.k..

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.