Varðandi dagvistun barna að loknu fæðingarorlofi

Málsnúmer 1610039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18.10.2016

Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, dagsett 11. október 2016 í tengslum við niðurstöðu starfhóps á vegum Velferðaráðuneytisins um framtíðarskipan í fæðingarorlofsmálum. Í framhaldi af niðurstöðu starfshópsins, óskar nefnd BSBR um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál að aðildarfélög BSRB sendi inn fyrirspurnir í sex liðum til sveitarfélaga á þeirra félagssvæði varðandi dagvistunarúrræði.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.