-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
Á 438. fundi bæjarráðs, 29. mars 2016, var lögð fram til kynningar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.
Á fund bæjarráðs kom Ólafur Helgi Marteinsson og lýsti sjónarmiðum Hestamannafélagsins Glæsis til tillögunnar.
Einnig kom á fund bæjarráðs deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.
Bæjarráð mun taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
Bókun fundar
Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
Á 438. fundi bæjarráðs, 29. mars 2016, var lögð fram til kynningar tillaga að úthlutun beitarhólfa í Siglufirði.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir viðbrögðum hagsmunafélaga.
Á fund bæjarráðs komu Ólafur Jónsson og Haraldur Björnsson og lýstu sjónarmiðum fjáreigenda í Lambafeni til tillögunnar.
Einnig kom á fund bæjarráðs deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.
Bæjarráð mun taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
Bókun fundar
Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Á 439. fundi bæjarráðs, 5. apríl 2016, var til umfjöllunar samningur er lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.
Bæjarráð samþykkti þá að óska eftir frekari gögnum frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra.
Jafnframt óskaði bæjarráð að deildarstjóri félagsmála kæmi á næsta fund bæjarráðs.
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri félagsmála, Hjörtur Hjartarson.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til frekari gögn frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra hafa borist.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til menntamálaráðherra, dagsett 7. apríl 2016 er varðar beiðni um aðkomu mennta -og menningarmálaráðuneytis að byggingu matar- og félagsaðstöðu við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, dagsett 7. apríl 2016, er varðar endurgreiðslu til bæjarfélagsins á töpuðum kröfum vegna heilbrigðiseftirlits í Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Í erindi B og G tours, dagsett 7. apríl 2016, er óskað eftir aðkomu bæjarfélagsins að opnun vegar um Siglufjarðarskarð.
Lögð fram umsögn bæjarstjóra.
Þar kemur m.a. fram að Vegagerðin hefur lofað að opna gamla Siglufjarðarveginn upp á Siglufjarðarskarð nú í vor.
Vegagerðin telur að mikið þurfi til að gera við veginn Skagafjarðarmegin og ekki sé fjármagn til þess verkefnis.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Í framhaldi af umfjöllun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. febrúar sl. um heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnarmanna til þess hvort þeir telji æskilegt að hafin verði formleg vinna við að endurskipuleggja starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þann hátt sem fram kemur í erindinu.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram beiðni um skrifleg viðbrögð við þessu erindi, fyrir 15. maí nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Lögð fram fyrirspurn dagsett 6. apríl 2016, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, er varðar upplýsingar um framlög sveitarfélaga til reksturs dvalar- og eða hjúkrunarheimila.
Fyrirspurn tengist samningaviðræðum milli samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um ákvörðun daggjalda á hjúkrunarheimilum sem staðið hafa yfir frá því snemma árs 2015. Enn virðist langt í land með að viðræðunum ljúki.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir bæjarráð umsögn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Á stjórnarfundi í stjórn Seyru ehf 5. apríl, var ákveðið að boða til aðalfundar í félaginu föstudaginn 15. apríl. kl. 15:10 að Vetrarbraut 14, Siglufirði.
Fulltrúi bæjarfélagins er Ríkharður Hólm Sigurðsson.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.
Umfjöllun í skýrslunni skiptist í eftirfarandi þætti:
Atriði er varða samskipti og lagfæringu regluverks:
1. Samskipti sveitarfélaga og ríkis
2. Úrbætur á löggjöf
3. Úrbætur á tölfræði um úrgangsmál
Atriði sem varða framkvæmd á meðhöndlun úrgangs
4. Stjórntæki sveitarfélaga
5. Markmið í úrgangsmálum
6. Fyrirkomulag framleiðendaábyrgðar
7. Úrgangsforvarnir
8. Framkvæmd úrgangsmeðhöndlunar
9. Sérstakar ábendingar fyrir tiltekna úrgangsflokka
Atriði sem munu hafa áhrif á framtíðarstefnu úrgangsmála á Íslandi
10. Úrgangsmál í regluverki Evrópu-sambandsins - áhrif hringrásarhagkerfis á sveitarfélögin
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 4. apríl 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Hávegi 37, 580 Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12. apríl 2016
Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:
26. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 4. apríl 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 440. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.