Nýir kjarasamningar við BHM

Málsnúmer 1603101

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 438. fundur - 29.03.2016

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og eftirtalinna aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu nýja kjarasamninga þann 21. mars 2016:

Félag íslenskra félagsvísindamanna,
Félag íslenskra náttúrufræðinga,
Félagsráðgjafafélag Íslands,
Fræðagarður,
Iðjuþjálfafélag Íslands,
Sálfræðingafélag Íslands,
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,
Stéttarfélag lögfræðinga og
Þroskaþjálfafélag Íslands.

Kjarasamningarnir fela í sér veigamiklar breytingar á samsetningu heildarlauna háskólamanna við innleiðingu og upptöku starfsmats, sem kemur að fullu til framkvæmda árið 2018.

Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. september 2015 til 31. mars 2019.

Lagt fram til kynningar.