Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016

Málsnúmer 1603014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 130. fundur - 15.04.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra frá fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Ofanflóðasjóðs, dagsett 23. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 97. fundi félagsmálanefndar, 31. mars 2016, lagði deildarstjóri félagsþjónustu fram minnisblað um þjónustusamning Fjallabyggðar og Hornbrekku. Samningurinn lýtur að dagdvöl aldraðra í Hornbrekku.

    Drög að þjónustusamningi lagður fram til umræðu.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir frekari gögnum frá Hornbrekku um starfsemi síðasta árs og horfur þessa árs í rekstri dagdvalar aldraðra.
    Jafnframt óskar bæjarráð að deildarstjóri félagsmála komi á næsta fund bæjarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Samband íslenskra sveitarfélaga á að tilnefna karl og konu í starfshóp sem á að vinna frumvarp til laga um hamfarasjóð á grundvelli skýrslu um slíkan sjóð.
    Sambandið hefur óskað eftir því að bæjarstjóri Fjallabyggðar, Gunnar I. Birgisson verði tilnefndur.

    Bæjarstjóri hefur tekið jákvætt í beiðnina.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagt fram bréf bæjarstjóra, dagsett 1. apríl 2016, til eigenda Herring House varðandi rökstuðning við höfnun bæjarráðs á tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 435. fundi bæjarráðs, 8. mars 2016, var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála um gerð nýs bæklings eða kynningarefnis fyrir þá erlendu ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðarskipum og áhuga ferðaþjónustuaðila á gerð þrívíddarkorts.
    Tilboð frá Borgarmynd ehf lá fyrir í gerð slíks korts.

    Bæjarráð samþykkti þá að vísa málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

    Á 24. fundi markaðs- og menningarnefndar frá 14. mars 2016, var tekið jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvatt eindregið til þess að farið yrði í þetta verkefni.

    Fyrir liggur samþykki stærstu ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð um stuðning og þátttöku í verkefninu.

    Bæjarráð samþykkir gerð þvívíddarkorts og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

    Gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutur bæjarins við gerð kortsins komi af fjárhagslið kynningarmála.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum gerð þrívíddarkorts fyrir Fjallabyggð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 25. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 10. mars 2016, var samþykkt að leggja til að barnagjald í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar eigi við upp að 18 ára aldursári. Einnig samþykkti nefndin að leggja til að börn yngri en 10 ára með lögheimili í Fjallabyggð fái frípassa í sund.
    Frítt verði sem fyrr fyrir öll börn 0 - 6 ára.

    Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur fræðslu- og frístundanefndar.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að námsmenn með lögheimili í Fjallabyggð njóti afsláttarkjara samkvæmt gjaldskrá.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögur að reglum um gjaldskrá íþróttamiðstöðva.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagðar fram til kynningar umsóknir félaga og félagasamtaka um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
    Samtals eru umsóknir að upphæð kr. 3.031.122.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Tekið fyrir erindi Óskars Þórðarssonar, dagsett 30. mars 2016, varðandi betrumbót á aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði til körfuknattleiksæfinga fyrir börn á grunnskólaaldri.

    Bæjarráð samþykkir að óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála á erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lagt fram til kynningar bréf til Síldarleitinnar sf vegna óheimilaðrar girðingar/vegartálma við lóðarmörk að Tjarnargötu 16 Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Tekið fyrir erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dagsett 23. mars 2016, þar sem þess er óskað, í ljósi tafa við framkvæmdir á nýjum golfvelli að endurskoðuð verði rekstrarupphæð fyrir árið 2016. Einnig kemur fram að fyrirséð sé að nýta þarf golfvöllinn að Hóli næstu tvö sumur.

    Bæjarráð samþykkir að hækka rekstrarupphæð í 1600 þúsund vegna 2016, en telur að í ljósi þess að reiðstígur verður lagður um golfvöllinn á komandi hausti að ekki verði um frekari rekstrarframlag að ræða.

    Bæjarráð vísar ofangreindri samþykkt til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum aukna rekstrarupphæð til golfvallar að Hóli.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Á 24. fundi markaðs- og menningarnefndar, 14. mars 2016, kom fram að nefndin lagði til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg yrði endurskoðað í ljósi þess að ekki náðust samningar milli Hallarinnar og Fjallabyggðar og á meðan þyrfti hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna áfram með áhuga annarra rekstraraðila á veitingasölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Tröllaskaga standa fyrir árlegri stærðfræðikeppni þessara skóla og 9. bekkjar á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 9. mars og 18 nemendur taka svo þátt í úrslitakeppni sem fer í þetta sinn fram á Sauðárkróki 15. apríl. FNV og MTR skiptast á að halda keppnina.

    Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst að glæða áhuga grunnskólanema á stærðfræði auk þess að keppendur hafi af þessu gaman.

    Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð kr. 15 þúsund til verðlaunagjafa.
    Upphæð komi af fjárveitingalið 21810.


    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum styrkbeiðni til stærðfræðikeppni FNV og MTR.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram kynning á þjónustu lögmannsstofunnar, Lögmenn Norðurlandi, sem staðsett er á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    97. fundur félagsmálanefndar, 31. mars 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 278. fundar stjórnar Eyþings frá 9. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 837. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 18. mars 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 5. apríl 2016 Lögð fram fundargerð vinnufundar um hagnýtingu ímyndunaraflsins, sem haldinn var á Akureyri, 22. mars 2016. Fulltrúi Fjallabyggðar var Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála. Bókun fundar Afgreiðsla 439. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.