-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Lögð fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir starfsheiti menningar- atvinnu- og ferðamálafulltrúa Fjallabyggðar, sem kæmi í stað markaðs- og menningarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari umfjöllunar á næsta bæjarráðsfundi.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.
Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Tekin til afgreiðslu styrkumsókn 2016 vegna Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 800 þúsund til reksturs setursins.
Gert var ráð fyrir styrkupphæð í fjárhagsáætlun.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita kr. 800 þúsund til reksturs Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar fóru fram dagana 26. febrúar - 6. mars. Þar voru aðildarfélög með ýmsa viðburði og opnar æfingar eða kynningar á sinni íþrótt. Fjallabyggð kom að þessum leikum með því að bjóða frítt í sund og rækt í tvo daga á þessum tíma.
Samkvæmt aðsóknarupplýsingum komu 60 í frítt sund og rækt. Kostnaður bæjarfélagsins var kr. 45.600.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lögð fram til kynningar tillaga að uppfærðri jafnréttisáætlun Fjallabyggðar, sem verður til umfjöllunar á næsta fundi félagsmálanefndar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna undirrituðu nýjan kjarasamning 16. mars s.l.
Kjarasamningur felur í sér sambærilegar launabreytingar og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.
Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 16. mars 2016, er upplýst um að niðurstaða liggi fyrir í greiningu á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins.
Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.
Deildarstjóri fór yfir málið með bæjarráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2015 lagður fram.
Bæjarráð samþykkir að vísa honum til fyrri umræðu á aukafundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 30. mars 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
34 starfsmenn leikskóla Fjallabyggðar halda í náms- og kynnisferð til Englands/Brighton í byrjun maí.
Leikskólarnir loka 4. maí, 6. maí og hálfan mánudagsmorgun 9. maí.
Viðeigandi styrktarsjóðir stéttarfélaga hafa gefið vilyrði fyrir styrk vegna ferðar, sem kemur til greiðslu að henni lokinni í maí.
Sótt er um samskonar fyrirgreiðslu bæjarfélagsins vegna námsferðar og viðhöfð var fyrir fjórum árum, þ.e. að bæjarfélagið leggi út fyrir kostnaði allt að 4,5 milljónir og fái hann síðan endurgreiddan í maí frá styrktarsjóðum.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita fyrirgreiðslu vegna námsferðar Leikskóla Fjallabyggðar.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) hafa ekki náð samkomulagi um kjarasamning og hefur SLFÍ boðað til verkfalls 4. apríl n.k. hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lögð fram kynning á fyrirtækinu BogG tours á Ólafsfirði, sem býður upp á alla almenna farþegaflutninga, sendibílaakstur og almennan leiguakstur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Í erindi Sýslumanns Norðurlands eystra, 15. mars 2016, er ítrekuð ósk um upplýsingar um afgreiðslu á erindi dags. 16. desember 2015 varðandi tilnefningu sveitarfélaga í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.
Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu Eyþings.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka þá beiðni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lögð fram styrkbeiðni frá blakklúbbunum í Fjallabyggð, dagsett 14. mars 2016.
Opið blakmót var haldið var 26. - 27. febrúar s.l. og láðst hafði að sækja um styrk í haust til Fjallabyggðar, vegna leigu íþróttasala.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lagt fram til kynningar bréf Vinnumálastofnunar, dagsett 14. mars 2016, um sumarstörf námsmanna, en verja á um 130 milljónum króna úr Atvinnuleysis-tryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
Ákveðið hefur verið að átaksverkefnið miðist nú við nemendur í háskólanámi og að störfin taki mið af því að þau geti talist sem starfsþjálfun háskólanema í því fagi sem hann stundar nám í.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Barnaheill - Save the Children á Íslandi standa að Vináttu - verkefninu, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn í leikskólum og byggt á nýjustu rannsóknum á einelti og er danskt að uppruna.
Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum nú í janúar með því að um 150 leikskólakennarar úr um 30 leikskólum sóttu námskeið á vegum samtakanna. Mikil ánægja var með námskeiðin og efnið, sem er einstaklega gott, árangursríkt og handhægt.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslu- og frístundanefndar til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lagðar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í framhaldi af fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 14. mars, um gúmmíkurl á íþróttavöllum.
433. fundur bæjarráðs, 23. febrúar 2016 ályktaði að það liti jákvætt á þingsályktunartillöguna og að í fjárhagsáætlun bæjarins 2016 væri gert ráð fyrir að skipt yrði um gúmmíkurl á sparkvöllum bæjarins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2016, sem verður haldin dagana 22. og 23. september.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 8. mars 2016 um úthlutanir og uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
435. fundar bæjarráðs, 8. mars 2016, óskaði umsagnar deildarstjóra félagsmála um 458. mál frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar).
Umsögn deildarstjóra félagsmála lögð fram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð HNV frá 16. mars 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21. mars 2016
Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
24. fundur markaðs- og menningarnefndar, 14. mars 2016.
198. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, 16. mars 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 437. fundar bæjarráðs staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.