Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016
Málsnúmer 1603006F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016
Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs- og menningarnefndar á fyrirhugaðri útgáfu á þrívíddarkorti fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð. Nefndin tekur jákvætt í fyrirhugaða útgáfu og hvetur eindregið til þess að farið verði í þetta verkefni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir framkvæmdaraðilum að 17. júní hátíðarhöldunum 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016
Lögð fram drög að samningum við annars vega Bolla og bedda ehf vegna reksturs á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og hins vegar Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur vegna reksturs á tjaldsvæðinu á Siglufirði. Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við samningana og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 14. mars 2016
Veitingahúsið Höllin hafði lýst yfir því að halda áfram með veitingasölu í Tjarnarborg og voru einu aðilarnir sem sóttu um þegar auglýst var eftir aðila til að sjá um veitingasöluna. Samningaviðræður hafa staðið yfir og telur markaðs- og menningarnefnd að ekki sé hægt að ganga að kröfum Hallarinnar. Nefndin leggur til að fyrirkomulag á veitingasölu í Tjarnarborg verði endurskoðað og á meðan þurfi hver og einn sem ætlar að standa fyrir skemmtun í Tjarnarborg að sækja um tækifærisleyfi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 24. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.