-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.
Á 197.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. febrúar sl. var tæknideild falið að grenndarkynna byggingaráform við Gránugötu 13b, Siglufirði í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2016. Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lagt fram erindi húseiganda Aðalgötu 6, Siglufirði dagsett 26. febrúar 2016. Óskað er eftir að dagsektir vegna ástands hússins sem staðið hafa yfir frá 14. september 2015 verði felldar niður og nýr frestur til úrbóta verði fyrir lok júní 2016.
Nefndin hafnar beiðninni að svo stöddu. Nefndin er tilbúin til þess að endurskoða afstöðu sína eftir að lagfæringum á eigninni er lokið.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lagt fram erindi Bás ehf. dagsett 3. mars 2016. Óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Egilstanga 1-3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og að deiliskipulag við Leirutanga verði endurskoðað í samræmi við það.
Nefndin leggur til að fundað verði með bæjarráði ásamt eigendum Bás ehf. á athafnasvæði Bás við Egilstanga.
Bókun fundar
Til máls tóku Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Nefndin samþykkir að byrja vinnu við deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar sem afmarkast af Aðalgötu, Grundargötu, Suðurgötu og hafnarsvæði í suður. Unnið verður með tillögur 1 og 2 að nýjum gatnamótum við Suðurgötu, Gránugötu og Snorragötu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lögð fram frumdrög að kostnaðaráætlun ásamt hönnun skólalóðar við Norðurgötu Siglufirði, unnið af Landslagi ehf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lögð fram frumdrög að kostnaðaráætlun ásamt hönnun skólalóðar við Tjarnarstíg Ólafsfirði, unnið af Landslagi ehf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Bæjarráð samþykkti beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara að breyta reiðstíg í veg í janúar sl. Lagður fram lagfærður deiliskipulagsuppdráttur vegna þessa dags. 16. febrúar 2016.
Að mati skipulags- og umhverfisnefndar telst breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Tæknideild er falið að afgreiða breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem breyting þessi varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjenda breytinganna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 30. Óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, þar sem núverandi samningur er útrunninn.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 2. mars 2016, þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjallabyggðar að standa betur að öryggismálum gangandi grunnskólabarna til og frá tónskóla á skólatíma.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Nefndin bendir á að samkvæmt umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar þá er fyrirhugað að setja upp hraðatakmarkandi þrengingar á þjóðveginn í gegnum báða byggðarkjarna. Nefndin bendir á mikilvægi þess að framkvæmdum við gönguleiðir hjá grunnskólanum við Tjarnarstíg verði lokið í sumar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Örlygur Kristfinnsson sækir um leyfi fyrir uppsetningu á sprinkler vatnsúðunarkerfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum, fyrir Roaldsbrakka, Snorragötu 16.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Steinunn María Sveinsdóttir vék við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lagt fram til kynningar, tillögur að breytingum á regluverki skipulags- og mannvirkjamála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lögð fram til kynningar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lögð fram kynning á félaginu Stígavinir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16. mars 2016
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir desember 2015.
Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 14,7 millj. kr. sem er 68% af áætlun tímabilsins sem var 21,5 millj. kr.
Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 16,3 millj. kr. sem er 63% af áætlun tímabilsins sem var 25,8 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 121,5 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 112 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umhverfismál er 52,6 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 53,1 millj. kr.
Niðurstaða fyrir eignasjóð er -143,5 millj. kr. sem er 116% af áætlun tímabilsins sem var -123 millj. kr.
Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 22,3 millj. kr. sem er 59% af áætlun tímabilsins sem var 37,8 millj. kr.
Niðurstaða fyrir veitustofnun er -26,5 millj. kr. sem er 73% af áætlun tímabilsins sem var -36,2 millj. kr.
Bókun fundar
Afgreiðsla 198. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.