Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016
Málsnúmer 1603001F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016
Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu atriði í starfsáætlun fyrir frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Hauki yfirferðina og staðfestir starfsáætlunina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016
Lögð fram drög að samningi við Hestamannafélagið Gnýfara. Greiðslur Fjallabyggðar vegna samnings þessa eru kr. 500.000 fyrir árið 2016 samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Um er að ræða stuðning við skipulagt barna- og unglingastarf og rekstur reiðskemmu. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, samning við Hestamannafélagið Gnýfara.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016
Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir afstöðu fræðslu- og frístundanefndar til þriggja atriða er lýtur að gjaldskrármálum íþróttamiðstöðva. Fyrsti liðurinn snýr að aðgangi íþróttakennara að sundi og þrekaðstöðu. Annar liður snýr að afsláttarkjörum fyrir námsmenn og þriðji liður snýr að skilgreiningu á aldursviðmiðum.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að veita íþróttakennurum ekki afslátt að gjaldskrá. Nefndin samþykkir að afsláttarkjör til námsmanna eigi eingöngu við um námsmenn sem stunda nám í Grunnskóla Fjallabyggðar og þeirra sem eru í dagskóla MTR. Einnig samþykkir nefndin að barnagjald eigi við upp að 18 ára aldursári.
Nefndin leggur til að börn yngri en 10 ára með lögheimili í Fjallabyggð fá frípassa í sund. Frítt verði fyrir börn 0 - 6 ára.
Bókun fundar
Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016
Lagt fram til kynningar bréf frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar þar sem tilkynnt er um að á aðalfundi félagsins þann 28. desember sl. hafi nafni félagsins verið breytt í Golfklúbbur Fjallabyggðar. Er það von stjórnar að breyting á nafni félagsins verði til þess að efla og auka áhuga á golfíþróttinni í Fjallabyggð og fjölga virkum kylfingum. Fræðslu- og frístundanefnd óskar félaginu til hamingju með nýja nafnið á félaginu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10. mars 2016
Lögð fram til kynningar skýrsla frá ráðstefnunni ,,Frítíminn er okkar fag" sem var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október 2015. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur vinnuhóp um endurskoðun á frístundastefnu Fjallabyggðar að hafa þessa skýrslu til hliðsjónar í þeirri vinnu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 25. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 130. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.