Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015
Málsnúmer 1509007F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015
Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.
Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.
Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að skipulagsbreytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 409. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015
Vegna slysahættu af leiktæki á skólalóð grunnskólans á Siglufirði, samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra tæknideildar að láta fjarlægja hjólabrettaramp af skólalóð grunnskólans.
Bókun fundar
Afgreiðsla 409. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015
Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 2. september 2015, þar sem ráðuneytið gefur bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 409. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015
Lagt fram tilboð í mannskaps og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar frá fyrirtækinu Ósland ehf. sem sérhæft er í smíði og framleiðslu á slökkvibifreiðum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.
Jafnframt heimilar bæjarráð sölu á eldri mannskaps- og tækjabíl.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við Ósland ehf. um kaup á mannskaps- og tækjabifreið fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar.
Jafnframt var samþykkt samhljóða að selja eldri mannskaps- og tækjabíl.