Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015
Málsnúmer 1504003F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015
Lögð fram ósk Vegagerðar um fjármögnun á framkvæmd á hlut bæjarfélagsins við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar.
Hafnarstjórn bókar eftirfarandi:
Hafnarstjórn staðfestir að hafnarsjóður sé tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna framkvæmda sem listaðar eru hér að ofan.
Samþykkt hafnarstjórnar er gerð með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Handbært fé hafnarsjóðs frá rekstri á fjárfestingartímabilinu 2013-2017:
2013 43,7 millj.
2014 49,9 millj.
2015 52,5 millj. áætlun
2016 53,6 millj. áætlun
2017 58,9 millj. áætlun.
Einu skuldir hafnarsjóðs í árslok 2014 eru lífeyrisskuldbindingar að upphæð 37 millj.
Heimildir ársreikningur Hafnarsjóðs Fjallabyggðar og fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2015 - 2018.
Bókun fundar
Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að Hafnarsjóður Fjallabyggðar standi við skuldbindingu vegna framkvæmda við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar, sem er verkefni í hafnargerð og sjóvörnum í áætlaðri fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015
Lögð fram viðskiptaáætlun fyrir endurnýjun Hafnarbryggju, er varðar endurnýjun þils, dýpkun á innsiglingarrennu, lagnir, plön og fyllingar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða viðskiptaáætlun.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagða viðskiptaáætlun vegna framkvæmda við endurnýjun Hafnarbryggju og dýpkunar, sem er verkefni í hafnargerð og sjóvörnum í áætlaðri fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015
Lögð fram teikning með tillögu að staðsetningu olíutanka við norðurendann á Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að staðsetningu fyrir olíuafgreiðslu smærri báta, sem er við norðurenda Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn vísar erindinu til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og óskar eftir afgreiðslu á málinu sem fyrst.
Bókun fundar
Afgreiðsla 68. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015
Rætt var um umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 68. fundar hafnarstjórnar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.