Bæjarráð Fjallabyggðar

388. fundur 14. apríl 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Bæjarráð samþykkti að taka á dagskrá sölu á Laugarvegi 39 Siglufirði og Ólafsvegi 30.

1.Fyrirspurn Sólrúnar Júlíusdóttur vegna Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1503082Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá 2009 um framtíð skólamála í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi á næsta fund bæjarráðs.

2.Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til mars 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 226,7 m.kr. sem er 100,5% af áætlun tímabilsins sem var 225,6 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 6,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 7,8 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 1,1 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

3.Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 1502094Vakta málsnúmer

Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar var lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands.
Vakin var athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, rennur út í lok apríl.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa.

Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa, Kristins J. Reimarssonar, vegna erindis frá Styrktarsjóði EBÍ en sjóðurinn veitir árlega styrki til framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga.

Tilgreindar eru hugmyndir að hugsanlegum umsóknum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd og niðurstaða verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Ýmis mál sem tengjast KF

Málsnúmer 1503067Vakta málsnúmer

Á 386. fundi bæjarráðs, 30. mars 2015, var lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar, um atriði er tengjast bæjarfélaginu og KF á einn eða annan hátt.
Sex atriði eru talin upp og óskar félagið ýmist eftir svörum frá sveitarfélaginu eða að ákveðin vinna verði sett í gang til að klára ýmis mál.

Bæjarráð samþykkti að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman upplýsingar um beina og óbeina styrki sem veittir voru til félagsins á árinu 2014 og samþykkta styrki fyrir árið 2015.

Lagt fram yfirlit um framlög/styrki/rekstrar- og þjón.samninga vegna Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á árinu 2014. Sömu forsendur liggja til grundvallar fyrir árið 2015.
Ekki lá fyrir reiknuð upphæð vegna afnota af útiæfingasvæðum til knattspyrnuiðkunar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fulltrúi KF komi á fund bæjarráðs.

5.Verðkönnun vegna glerskipta í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Málsnúmer 1504015Vakta málsnúmer

Tæknideild Fjallabyggðar framkvæmdi verðkönnun í vinnu vegna glerskipta í Menntaskólanum á Tröllaskaga, Ægisgötu Ólafsfirði.

Lögð fram niðurstaða verðkönnunar.
Berg, Trésmíði, ÓHK og GJ Smiðir settu fram einingaverð í verkið.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Berg ehf.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015 vegna tilfærslu milli fjárhagsliða vegna kynningar á flokkun sorps og bæklings.

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1503095Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

8.Söluheimild - Laugarvegur 39 íbúð 201

Málsnúmer 1502028Vakta málsnúmer

Á 387. fundi bæjarráðs var lagt fram kauptilboð í Laugarveg 39 íbúð 201.
Bæjarráð samþykkti að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

Tilboðsgjafi hefur gert mótgagntilboð að upphæð 13,5 millj.

Bæjarráð samþykkir tilboðið.

9.Ólafsvegur 30, íbúð 202 Ólafsfirði - Kauptilboð

Málsnúmer 1504011Vakta málsnúmer

Á 387. fundi bæjarráðs var lagt fram kauptilboð í íbúð 202 að Ólafsvegi 30 Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkti að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.

10.Framkvæmdaáætlun fráveitu 2015-2018

Málsnúmer 1502030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Skúla Pálssonar, dagsett 20. mars 2015, vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar fyrir ábendingar.
Ódýrari lausn fannst á afrennsli tjarnarinnar í Ólafsfirði í framhaldi af ábendingu.

Jafnframt var tekið fyrir erindi deildarstjóra tæknideildar Ármanns Viðars Sigurðssonar, dagsett 13. apríl 2015.
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að framkvæma lokað útboð á endurnýjun götu og lagna í Lækjargötu milli Eyrargötu og Gránugötu á Siglufirði.
Miðað yrði við að bjóða verkið út í apríl og verklok yrðu í lok júní 2015.
Sex aðilar eru tilteknir.
Árni Helgason ehf, Bás ehf, Norðurtak ehf, Smári ehf, Steypustöðin Dalvík ehf og Sölvi Sölvason.

Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra tæknideildar heimild til að bjóða út verkið.

11.Aðalfundur Seyru ehf - 2015

Málsnúmer 1504020Vakta málsnúmer

Á stjórnarfundi í stjórn Seyru ehf 9. apríl, var ákveðið að boða til aðalfundar í félaginu föstudaginn 17. apríl. kl.15.10 að Vetrarbraut 14, Siglufirði.

Fulltrúi bæjarfélagins er Ríkharður Hólm Sigurðsson.

12.Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1504014Vakta málsnúmer

Ársreikningur lagður fram til kynningar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ársreikning.

13.Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015

Málsnúmer 1503016FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015

Málsnúmer 1504002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 68. fundur - 13. apríl 2015

Málsnúmer 1504003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.