Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015
Málsnúmer 1503016F
Vakta málsnúmer
.1
1501053
Fyrirtækjaheimsóknir
Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015
Fundurinn hófst á heimsóknum til fyrirtækjanna Ósland ehf og Norlandia ehf í Ólafsfirði. Atvinnumálanefnd þakkar forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir góðar móttökur og góða kynningu á starfsemi fyrirtækjanna.
Bókun fundar
Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
Afgreiðsla 8. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
1410062
Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015
Umsóknarfrestur vegna Ræsing í Fjallabyggð rann út í gær en umsóknarfrestur hafði verið framlengdur um einn mánuð. Alls bárust 13 umsóknir. Valur Þ. Hilmarsson hefur óskað eftir að draga sig úr dómnefnd fyrir hönd Fjallabyggðar. Atvinnumálanefnd samþykkir að skipa Friðfinn Hauksson í hans stað.
Bókun fundar
Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Afgreiðsla 8. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
.3
1501052
Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 8. fundur - 8. apríl 2015
Bæjarráð hefur óskað eftir því að atvinnumálanefnd skili inn nánari hugmyndum að úrfærslu á fyrirtækjaþingi. Atvinnumálanefnd leggur til að á fyrsta þingi nk. haust verði húsnæðismál í bæjarfélaginu til umfjöllunar og felur starfsmanni nefndarinnar að leggja fram drög að dagskrá ásamt kostnaðaráælun fyrir næsta fund.
Bókun fundar
Afgreiðsla 8. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.